Dvöldu ólöglega í húsum í Súðavík

Frá Súðavík.
Frá Súðavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Við eft­ir­lit lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum í gær­kvöld vaknaði grun­ur um mögu­lega dvöl fólks í íbúðar­hús­um í eldri byggð Súðavík­ur, þar sem dvöl er óheim­il frá 1. nóv­em­ber til og með 30.apríl á ári hverju vegna snjóflóðahættu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á Face­book. Þar seg­ir að lög­regl­an hafi kannað málið og fengið það staðfest að fólk héldi til í nokkr­um hús­anna, sumt með vitn­eskju um kvöð þá sem bannið byggi á.

„Slíkt verður að telj­ast ansi baga­legt, ekki síst þar sem ekki er alltaf ör­uggt að tíðin sé jafn góð og hún hef­ur verið síðustu vik­ur. Minnt er á að slík­ar kvaðir eru einnig til staðar víðar á Vest­fjörðum en þær eru ein­mitt sett­ar í þeim til­gangi að tryggja ör­yggi og auðvelda viðbragð al­manna­varna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka