Egill sæmdur gullmerki Heimdallar

Egill Þór Jónsson, fv. borgarfulltrúi, lést 34 ára að aldri.
Egill Þór Jónsson, fv. borgarfulltrúi, lést 34 ára að aldri.

Agli Þór Jóns­syni, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa og for­manni Varðar, sem lést þann 20. des­em­ber 2024, var veitt gull­merki Heimdall­ar á árs­hátíð ungra sjálf­stæðismanna á föstu­dag. 

Í ræðu frá Júlí­usi Viggó Ólafs­syni, for­manni Heimdall­ar, kom fram að Eg­ill hafi verið fyr­ir­mynd annarra í starfi. 

„Hann gaf sig all­an í starf sitt, fyr­ir sinni hug­sjón og bættu sam­fé­lagi. Þeir sem þekktu hann lýsa hon­um sem góðum leiðtoga, vini, hróki alls fagnaðar á öll­um manna­mót­um og manni allra, sem gat talað við alla, mót­herja jafnt sem sam­herja. Við get­um öll litið til hans sem dæmi um það hvernig við get­um orðið betri í okk­ar þátt­töku, starfi og þjón­ustu í fé­lags­starfi,“ seg­ir m.a. í ræðu Júlí­us­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka