Fimm skákmenn deila efsta sæti

Jóhann Hjartarson er einum vinningi á eftir fimm efstu.
Jóhann Hjartarson er einum vinningi á eftir fimm efstu. mbl.is/Eyþór Árnason

Fimm skák­menn deila efsta sæti á Reykja­vík­ur­skák­mót­inu, sem haldið er til heiðurs Friðriki Ólafs­syni, en sjö­undu um­ferð lauk í gær­kvöldi. Dag­ur­inn var krefj­andi fyr­ir kepp­end­ur þar sem tefld­ar voru tvær um­ferðir, sú sjötta hófst eldsnemma í gær­morg­un.

Fyr­ir sjö­undu um­ferðina voru þeir Par­ham Magh­sood­loo og Vasyl Ivanchuk efst­ir og jafn­ir með fimm og hálf­an vinn­ing af sex mögu­leg­um. Þeir háðu maraþon­skák þar sem þeir skildu jafn­ir eft­ir mikla bar­áttu og tíma­hrak.

Jafn­tefli þeirra opnaði glugga fyr­ir þrjá skák­menn til að ná þeim. Mahammad Mura­dli jafnaði sig eft­ir sitt eina tap gegn Par­ham og vann enn eina skák. Enska von­ar­stjarn­an Shreyas Royal náði einnig góðum sigri gegn ísra­elsk­um stór­meist­ara. Hinn reyndi Aseri Eltaj Saf­arli slóst í hóp­inn með því að leggja Jó­hann Hjart­ar­son að velli í gríðarlegri bar­áttu­skák. Þess­ir fimm eru all­ir með sex vinn­inga og leiða nú mótið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka