Fimm skákmenn deila efsta sæti á Reykjavíkurskákmótinu, sem haldið er til heiðurs Friðriki Ólafssyni, en sjöundu umferð lauk í gærkvöldi. Dagurinn var krefjandi fyrir keppendur þar sem tefldar voru tvær umferðir, sú sjötta hófst eldsnemma í gærmorgun.
Fyrir sjöundu umferðina voru þeir Parham Maghsoodloo og Vasyl Ivanchuk efstir og jafnir með fimm og hálfan vinning af sex mögulegum. Þeir háðu maraþonskák þar sem þeir skildu jafnir eftir mikla baráttu og tímahrak.
Jafntefli þeirra opnaði glugga fyrir þrjá skákmenn til að ná þeim. Mahammad Muradli jafnaði sig eftir sitt eina tap gegn Parham og vann enn eina skák. Enska vonarstjarnan Shreyas Royal náði einnig góðum sigri gegn ísraelskum stórmeistara. Hinn reyndi Aseri Eltaj Safarli slóst í hópinn með því að leggja Jóhann Hjartarson að velli í gríðarlegri baráttuskák. Þessir fimm eru allir með sex vinninga og leiða nú mótið.
Jóhann er enn efstur Íslendinga með fimm vinninga, en nokkrir náðu að slást í hópinn með honum með sigri í sínum skákum. Lokaspretturinn er fram undan, áttunda umferð fer fram í dag klukkan 16 og lokaumferðin snemma á þriðjudagsmorgun.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.