Gáfu kirkjunni málverk

Ágúst með sonardætrum sínum Elísabetu Unu, Maríu Guðrúnu og Kristrúnu …
Ágúst með sonardætrum sínum Elísabetu Unu, Maríu Guðrúnu og Kristrúnu Ágústsdætrum við verkið.

Hjón­in dr. Ágúst Ein­ars­son og Kol­brún Sig­ur­björg Ing­ólfs­dótt­ir af­hentu Seltjarn­ar­nes­kirkju mál­verkið Pálma­sunnu­dag eft­ir Ein­ar Há­kon­ar­son að gjöf í gær, á pálma­sunnu­dag.

„Hug­mynd­ina átti Kol­brún kon­an mín, við þekkj­um verk Ein­ars vel og eig­um mál­verk eft­ir hann,“ seg­ir Ágúst í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Til minn­ing­ar um Kaldalóns­feðgin

Kol­brún hafði verið að skoða á net­inu um­fjöll­un Gunn­laugs A. Jóns­son­ar pró­fess­ors emer­it­us um mál­verk Ein­ars Há­kon­ar­son­ar, þar sem kom­ist var meðal ann­ars að þeirri niður­stöðu að Ein­ar hefði jafn­an not­fært sér frelsi lista­manns­ins og flutt hina biblíu­legu frá­sögn yfir á ís­lensk­ar aðstæður. Datt Kol­brúnu þá í hug að þau hjón­in gæfu mál­verk eft­ir Ein­ar til Seltjarn­ar­nes­kirkju, sinn­ar kirkju.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert