Tveir eru með stöðu sakbornings vegna gruns um fjársvik og skjalafals en lögreglan á stöð 3, sem, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var kölluð til vegna málsins í gærkvöld.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Í skeyti lögreglunnar kemur fram að rólegt hafi verið á svæðinu en 36 mál eru skráð í kerfin á þessum tíma og gista fjórir í fangaklefa vegna mála.
Tilkynnt var um eignaspjöll í miðborginni en búið var að brjóta hurð. Enginn var á staðnum þegar lögreglu bar að garði. Þá var tilkynt um innbrot í bifreið og er einn grunaður.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og einn án ökuréttinda.