Grunaðir um fjársvik og skjalafals

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir eru með stöðu sak­born­ings vegna gruns um fjár­svik og skjalafals en lög­regl­an á stöð 3, sem, sem sinn­ir Kópa­vogi og Breiðholti, var kölluð til vegna máls­ins í gær­kvöld.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vegna verk­efna frá klukk­an 17 í gær til 5 í morg­un. Í skeyti lög­regl­unn­ar kem­ur fram að ró­legt hafi verið á svæðinu en 36 mál eru skráð í kerf­in á þess­um tíma og gista fjór­ir í fanga­klefa vegna mála.

Til­kynnt var um eigna­spjöll í miðborg­inni en búið var að brjóta hurð. Eng­inn var á staðnum þegar lög­reglu bar að garði. Þá var til­kynt um inn­brot í bif­reið og er einn grunaður.

Tveir öku­menn voru stöðvaðir fyr­ir of hraðan akst­ur og einn án öku­rétt­inda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka