Íslenskir feðgar í útsýnisflugi fyrr um daginn

Bell 206 LongRanger-þyrlan hífð upp úr Hudson-ánni á föstudag. Rafn …
Bell 206 LongRanger-þyrlan hífð upp úr Hudson-ánni á föstudag. Rafn Herlufsen og sonur fóru útsýnisflug með þyrlunni nokkrum klukkustundum áður en hún fórst í ánni. AFP/Leonardo Munoz

Íslensk­ir feðgar fóru í út­sýn­is­flug með þyrlunni sem fórst á fimmtu­dag nokkr­um klukku­stund­um áður en hún hrapaði í Hudson-ána á milli New York og New Jers­ey.

New York Times fjall­ar um ná­lægðina við dauðann og þá til­vilj­un sem olli því að Escob­ar-fjöl­skyld­an frá Spáni lést en ekki aðrir farþegar sem fóru í út­sýn­is­flug með sömu þyrlu fyrr á fimmtu­dag.

Rafn Her­luf­sen dvaldi í New York ásamt syni sín­um í vik­unni en ferðin var far­in í til­efni ferm­ing­ar drengs­ins. Þeir sáu leik New York Knicks og Bost­on Celtics í Madi­son Square Garden á þriðju­dag og fóru í út­sýn­is­flugið á fimmtu­dag.

Stutt á milli feigs og ófeigs

Banda­ríski miðill­inn fjall­ar um ís­lensku feðgana, frönsk hjón og ung­an son þeirra og að lok­um Escob­ar-fjöl­skyld­una spænsku sem lést í vo­veif­lega slys­inu. Miðill­inn ger­ir til­raun til að varpa ljósi á hversu stutt sé á milli feigs og ófeigs og þess að til­vilj­an­ir ráða miklu í þessu lífi.

Fjöl­skyld­urn­ar þrjár mættu all­ar á til­skild­um tíma á þyrlupall­inn nærri South Street-bryggj­unni þar sem þær hlýddu á ör­ygg­is­leiðbein­ing­ar New York Helicopter-þyrlu­ferðafyr­ir­tæk­is­ins og sátu fyr­ir á mynd­um við þyrluna að gerðinni Bell 206 LongR­an­ger með ein­kenn­is­staf­ina N216MH.

Eins og áhrifa­rík skrif­in í New York Times segja þá fórst þyrl­an í Hudson-ánni áður en dag­ur­inn varð all­ur og ein fjöl­skyldn­anna beið bana ásamt þyrluflug­mann­in­um.

Ná­lægt við hræðileg ör­lög

„Hinar fjöl­skyld­urn­ar tvær ferðuðust í hægðum sín­um áfram um borg­ina með óþægi­lega til­finn­ingu en reyndu að setja upp bros og gera til­raun til að ná utan um sína eig­in gæfu en á sama tíma ná­lægð við hræðileg ör­lög,“ sem seg­ir í grein­inni.

Rafn sagði í sam­tali við miðil­inn að dag­skrá feðganna í New York hafi verið þétt. Þyrluflugið var svo á fimmtu­dag en nokkr­um tím­um síðar hafi sími hans hrein­lega logað.

Sagði hann drengn­um hafa verið mjög brugðið við tíðind­in. „Að vera svona nærri dauðanum er erfitt að ná utan um fyr­ir 14 ára ein­stak­ling,“ sagði Rafn sem sagðist von­ast til að þeir feðgar gætu lokið ferð sinni til New York á já­kvæðum nót­um.

„Við eig­um einn dag eft­ir,“ sagði hann á fimmtu­dag. „Ég ætla virki­lega að reyna að láta þetta ekki skyggja á þessa ein­stöku æv­in­týra­ferð okk­ar feðga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert