Kristrún trommaði upp stemninguna

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar var í broddi fylk­ing­ar er lúðrasveit marseraði í gegn­um sal­inn á lands­fund­argleði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, við gríðarleg­an fögnuð viðstaddra.

    Kristrún gekk með bassatrommu fram­an á sér og sló takt­inn við slag­ar­ann „Viltu með mér vaka“.

    Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra.
    Kristrún Frosta­dótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

    Á eft­ir henni marseruðu þing­menn flokks­ins þær Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir sem rifjaði upp gamla þverf­laututakta og Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir sem lék á trom­pet, ásamt Lúðrasveit Þor­láks­hafn­ar.

    Frum­raun í bumbuslætti

    Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var um frum­raun Kristrún­ar á sviði bumbuslátt­ar að ræða en hún leysti verkið vel úr hendi, þrátt fyr­ir að eng­inn tími hefði gef­ist til æf­inga.

    Dag­björt lék á árum áður á þverf­lautu en Ása Berg­lind spil­ar á trom­pet með Lúðrasveit Þor­láks­hafn­ar.

    Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingkona Samfylkingarinnar átti frumkvæði að uppákomunni.
    Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar átti frum­kvæði að uppá­kom­unni. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

    „Ég átti satt að segja lít­inn þátt í þess­ari snilld, Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar er hug­mynda­smiður­inn á bak við atriðið. Hún hef­ur spilað á trom­pet með Lúðrasveit Þor­láks­hafn­ar síðan hún var ung­ling­ur og kom þessu öllu í kring, ásamt góðum hópi. Ása marseraði svo auðvitað með sinni lúðrasveit og þarna var líka ann­ar þingmaður okk­ar, Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir, sem rifjaði upp gamla takta á þverf­lautu. Þetta var hluti af skemmti­atriði þing­flokks á lands­fund­argleði eft­ir frá­bær­an lands­fund um helg­ina,“ seg­ir Kristrún við mbl.is um uppá­tækið.

    Dagbjörg Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar dustaði rykið af þverflautunni fyrir tilefnið.
    Dag­björg Há­kon­ar­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar dustaði rykið af þverf­laut­unni fyr­ir til­efnið. mbl.is/​Há­kon

    For­mann­in­um er greini­lega margt til lista lagt og ekki aðeins á sviði stjórn­mál­anna. Þjóðinni er enn í fersku minni er Kristrún greip í harmónik­una í kosn­inga­bar­átt­unni árið 2021 og í bar­átt­unni á síðasta ári brá hún sér í gervi prins­ess­unn­ar Elsu úr Frosti og tók lagið fyr­ir viðstadda. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert
    Loka