MAST varar við vanmerktum ofnæmisvaldi

Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Matvælastofnun

Mat­væla­stofn­un var­ar neyt­end­ur við van­merkt­um of­næm­is- og óþolsvaldi í pálma­sykri frá Thai dancer. Súlfít (brenni­steins­díoxíð) er í vör­unni en kem­ur ekki fram í merk­ing­um henn­ar.

Fyr­ir­tækið Fil­ip­ino store ehf. hef­ur innkallað vör­una í sam­ráði við Heil­brigðis­eft­ir­lit Garðabæj­ar, Hafn­ar­fjarðar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­nes.

Neyt­end­ur geta skilað vör­unni í búðina. Ekki þarf að sýna kvitt­un og er fullri end­ur­greiðslu heitið.

Mat­væla­stofn­un fékk upp­lýs­ing­ar um vör­una í gegn­um RAS­FF hraðviðvör­un­ar­kerfi Evr­ópu um mat­væli og fóður.

Inn­köll­un­in á ein­ung­is við eft­ir­far­andi fram­leiðslu­lotu:

Fram­leiðandi: Thai Dancer
Nafn vöru: Pálma­syk­ur
Pakkn­ing: 200g
Vör­u­núm­er: 11396
Lot­u­núm­er: 260724
Geymslu­skil­yrði: Þurr­vara
Best fyr­ir dag­setn­ing: 26-07-2026
Inn­flytj­andi: Fil­ip­ino store, Reykja­vegi 62 Mos­fells­bæ
Dreif­ing: Fil­ip­ino store, Lang­arima 23 Reykja­vík

Ljós­mynd/​Mat­væla­stofn­un
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert