Menn sem stráfelldu fólk við hvert fótmál

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Með nýj­um Bóka­klúbbi Spurs­mála er mark­miðið að fá fólk á öll­um aldri til þess að kynna sér fróðleg­ar bæk­ur sem dýpkað geta skiln­ing okk­ar á sam­fé­lag­inu og þeim at­b­urðum sem móta það á hverj­um tíma.

    All­ir eiga sér sögu af sam­fylgd við bæk­ur. Það er óhjá­kvæmi­legt í landi þar sem mikið er lagt upp úr lestri og bóka­út­gáfu. Það seg­ir sína sögu að á ný­af­stöðnum bóka­markaði Fé­lags ís­lenskra bóka­út­gef­enda hafi yfir 100 þúsund bæk­ur selst. Frétt­ir um dauða bók­ar­inn­ar eru stór­lega ýkt­ar, svo vitnað sé með óbein­um hætti til Oscars Wilde.

    Bækur af fjölbreyttum toga sem lyfta andanum og fræða um …
    Bæk­ur af fjöl­breytt­um toga sem lyfta and­an­um og fræða um leið. mbl.is/​sam­sett mynd

    Barna­bæk­urn­ar eru fyrsta stopp

    Sér­stak­lega er ánægju­legt að fylg­ast með því hversu mik­il grósk­an er í barna­bóka­út­gáfu hér á landi. Þær eru enda fyrsti og mik­il­væg­asti snerti­flöt­ur­inn við framtíðarles­end­ur. Lengi býr að fyrstu gerð, er sagt og á það fylli­lega við þegar kem­ur að bók­lestri.

    Hér má skrá sig í Bóka­klúbb Spurs­mála.

    Jafnt og þétt breyt­ist svo smekk­ur fólks á bók­um og get­an til þess að kljást við lengri og flókn­ari texta eykst í hlut­falli við ástund­un. Þess vegna skipt­ir máli að lesa og lesa mikið.

    Um­sjón­ar­maður Spurs­mála er Stefán Ein­ar Stef­áns­son og hann held­ur einnig utan um Bóka­klúbb­inn sem kennd­ur er við þátt­inn.

    Bæk­ur sem standa hjart­anu nærri

    Hann hef­ur tínt til nokkr­ar bæk­ur sem standa hjarta hans nærri en stutta yf­ir­ferð hans um þær bæk­ur má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan.

    Það eru bæk­ur á borð við:

    Ævin­týri Dag­finns dýra­lækn­is sem hef­ur að geyma frá­sagn­ir af lækn­in­um sem lærði dýra­mál. Hugh Loft­ing er höf­und­ur þess­ar­ar dá­sam­legu bók­ar sem farið hef­ur sig­ur­för um heim­inn og hef­ur um ára­tuga­skeið verið les­in fyr­ir börn á öll­um aldri.

    Smá­sög­ur skipa merk­an sess í bók­menn­ingu Íslend­inga. Það á jafnt við um þýdd verk og frum­sam­in á ís­lensku. Meðal þeirra smá­sagna sem Stefán nefn­ir til sög­unn­ar er Ferðin sem aldrei var far­in. Hún er höf­und­ar­verk Sig­urðar Nor­dal og hef­ur orðið mörg­um Íslend­ingn­um inn­blást­ur á umliðnum ára­tug­um.

    Skáld­verk og þjóðleg­ur fróðleik­ur

    Íslensk skáld­verk í lengra formi renna út eins og heit­ar lumm­ur fyr­ir jól­in ár hvert. Bók sem haft hef­ur áhrif á Stefán Ein­ar er Vetr­ar­ferðin eft­ir Ólaf Gunn­ars­son. Hún fjall­ar um unga konu sem lend­ir í mikl­um erfiðleik­um á tím­um síðari heimstyrj­ald­ar­inn­ar. Ólaf­ur hef­ur sjálf­ur sagt að bók­in sé hans eig­in út­gáfa af hinu klass­íska verki, Jobs­bók, sem varðveitt er í Gamla testa­ment­inu.

    Og all­ir Íslend­ing­ar kynn­ast Íslend­inga­sög­un­um með ein­um eða öðrum hætti. Í upp­á­haldi hjá Stefáni er Fóst­bræðrasaga sem seg­ir af köpp­un­um Þor­geiri og Þormóði sem fara mik­inn og láta eng­an eiga neitt inni hjá sér. Þeir sem kynn­ast Fóst­bræðra­sögu verða einnig að smjatta á Gerplu Hall­dórs Lax­ness. Þar fer hans eig­in út­gáfa, skop­stæl­ing af sög­unni fornu.

    Stefán nefn­ir einnig fróðleik af er­lend­um vett­vangi. Gríp­ur úr hill­unni bók eft­ir kanadíska blaðamann­inn Mark Kurlan­sky. Fyr­ir llanga löngu sendi hann frá sér bók­ina Cod: A Bi­ograp­hy of the Fish that changed the world. Viðfangs­efnið er mjög tengt Íslandi og sögu Íslend­inga. Enda ræðir Mark við Íslend­inga og kem­ur oftsinn­is við á Íslands­miðum í frá­sögn inni. Bók­in var þýdd á ís­lensku á sín­um tíma en hér ræðir um hinn upp­runa­lega texta.

    Ver­öld sem var

    Og af þjóðleg­um fróðleik. Stefán Ein­ar nefn­ir bók­ina Íslensk­ir þjóðhætt­ir sem prest­ur­inn og fræðimaður­inn Jón­as Jónas­son frá Hrafnagili skrifaði en kom út að hon­um látn­um. Þar er að finna gríðarleg­an fróðleik um lifnaðar­hætti Íslend­inga á fyrri öld­um. Fæst af því sem Íslend­ing­ar búa við í dag á nokkuð skylt við þann heim sem þar er fjallað um.

    Hver er mest­ur Íslend­inga?

    Að lok­um nefn­ir Stefán Ein­ar ævi­sögu Snorra Sturlu­son­ar eft­ir Óskar Guðmunds­son. Hann seg­ir ævi­sög­una ekki þá bestu sem hann hafi lesið, langt í frá. En rétt sé að taka hana til í ljósi þess að hún fjall­ar um merk­asta Íslend­ing­inn sem uppi hef­ur verið - að hans mati. Snorri mótaði bók­menn­ingu Íslend­inga með af­ger­andi hætti og senni­lega með djúp­stæðari hætti en nokk­ur ann­ar, fyrr og síðar. Hann skip­ar því heiðurssess þegar rætt er um bóka­klúbba og áhuga á lestri.

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert