Misskilningur um afstöðuna til ESB

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins..
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins.. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­ríður Á. And­er­sen þingmaður Miðflokks­ins tel­ur að óljós áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) hafi valdið óþarfa mis­skiln­ingi um stöðu Íslands gagn­vart ESB og hugs­an­legri aðild­ar­um­sókn.

Þannig hafi komið á dag­inn á þing­funda­viku Evr­ópuráðsins að Aaja Chemnitz Lar­sen, formaður græn­lensku nefnd­ar­inn­ar á danska þing­inu, taldi að Ísland hefði tekið ákvörðun um aðild­ar­um­sókn. Eng­inn andæfði því fyrr en Sig­ríður leiðrétti mis­skiln­ing­inn, líkt og hún lýsti í fé­lags­miðlafærslu.

„Það kom mér á óvart að heyra mann­eskju, sem ætla má að fylg­ist vel með, full­yrða að ákvörðun hefði verið tek­in um aðild Íslands að ESB,“ seg­ir Sig­ríður í sam­tali við Morg­un­blaðið um þessa uppá­komu.

„Þótt þingmaður­inn hafi viður­kennt að um mis­skiln­ing hafi verið að ræða af sinni hálfu þá ótt­ast ég að hann stafi af „orðinu á göt­unni“ í heimi nor­rænna stjórn­mála­manna,“ bæt­ir hún við.

Seg­ir ís­lenska ráðherra kjósi að vera á gráu svæði

Björn Bjarna­son, fv. ráðherra og ut­an­rík­is­mála­sér­fræðing­ur, legg­ur orð í belg um þetta og seg­ir að stjórn­völd geri ekk­ert í að leiðrétta þá al­mennu og viðteknu nor­rænu túlk­un á stjórn­arsátt­mál­an­um „að við séum á leið í ESB“. Hann seg­ir ís­lenska ráðherra hins veg­ar kjósa að vera á gráu svæði um þetta. „Þetta er bæði óheiðarlegt inn á við og gagn­vart öðrum þjóðum.“

Sig­ríður ótt­ast að ein­hverj­ir stjórn­ar­liðar geri sér það að leik að grugga þetta vatn og bend­ir t.d. á viðtal við Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra í spænska dag­blaðinu El País í fyrri viku.

„Þar full­yrti ráðherra að lítið vantaði upp á til að ryðja burt hindr­un­um í vegi ESB-aðild­ar. Þessu lýsti hún í sam­hengi við aðild Íslands að NATO og í viðtali sem að öllu öðru leyti laut að ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Það sjá all­ir Íslend­ing­ar að þetta viðtal gef­ur ranga mynd af stöðunni.“

Sig­ríður bend­ir á að um­mæli ut­an­rík­is­ráðherra stang­ist einnig á við af­stöðu Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, eins og hún hafi birst á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar:

„For­sæt­is­ráðherra varaði ein­dregið við því að hræða þjóðina með því að setja ESB-aðild í sam­hengi við ör­ygg­is- og varn­ar­mál,“ seg­ir Sig­ríður.

„Ráðherr­ar eru aug­ljós­lega ekki sam­stiga í ESB-ákefðinni, og lát­um það vera. Það er hins veg­ar óboðlegt ef því er haldið fram er­lend­is, gagn­vart t.d. hrekk­laus­um er­lend­um stjórn­mála­mönn­um, að þess­ir hlut­ir séu allt öðru­vísi en þeir eru.“

Hún tel­ur að þar þurfi afstaða Íslands að koma skýrt fram og ut­an­rík­is­ráðherra að lýsa stöðunni og ut­an­rík­is­stefnu Íslands eins og hún sé, ekki eins og hún vildi að hún væri.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert