Nemendur hafna boði ráðherra

Nemendur vilja ekki ljúka námi sínu við Tækniskólann.
Nemendur vilja ekki ljúka námi sínu við Tækniskólann. Ljósmynd/Aðsendar

Nem­end­ur við Kvik­mynda­skóla Íslands hafa hafnað boði mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins um að ljúka námi sínu við Tækni­skól­ann í kjöl­far fund­ar með stjórn­end­um skól­ans.

Full­trú­ar nem­enda skól­ans sátu í dag fund með stjórn­end­um Tækni­skól­ans þar sem kynnt­ar voru til­lög­ur um hvernig ljúka megi námi Kvik­mynda­skól­ans við Tækni­skól­ann.

Í til­kynn­ingu sem nem­end­ur sendu frá sér í kjöl­farið seg­ir að til­lög­urn­ar hafi verið óljós­ar, illa ígrundaðar og að þær hafi ekki upp­fyllt eðli­leg­ar kröf­ur nem­enda til náms sem þeir hafa van­ist og greitt fyr­ir. 

„Því sjá­um við okk­ur ekki annað fært en að hafna þess­um um­leit­un­um. Nem­end­ur Kvik­mynda­skóla Íslands þakka þó full­trú­um hins frá­bæra Tækni­skóla fyr­ir þeirra viðleitni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Kalla nem­end­urn­ir eft­ir því að Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra, ræði við nem­end­urna á „jafn­inga­grund­velli“ til þess að finna viðun­andi lausn í mál­inu en hann lagði til að nem­end­urn­ir myndu klára nám sitt við Tækni­skól­ann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka