Nýjar sprungur myndast og lögregla varar við hættu

Ljósmynd/Lögreglan

Nýj­ar sprung­ur hafa komið í ljós í mó­bergsstap­an­um Vala­hnúk við Reykja­nestá.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um vek­ur at­hygli á þessu í til­kynn­ingu og var­ar við aðstæðum þar. Seg­ir í til­kynn­ing­unni að sér­fræðing­ar muni meta aðstæður og að frek­ari upp­lýs­ing­ar verði veitt­ar síðar.

Sprung­ur eru þekkt vanda­mál við Vala­hnúk en viðbragðsaðilar hafa varað við þeim frá ár­inu 2016. Sí­fellt moln­ar úr brún­um Vala­hnúks og hef­ur gert í ára­tugi.

Varúðar­skilti er við upp­haf göngu­stígs á hnúk­inn og að auki er stíg­ur­inn lokaður með girðingu.

Hér má sjá aðstæður við Valahnúk.
Hér má sjá aðstæður við Vala­hnúk. Ljós­mynd/​Lög­regl­an

Halda sig á merkt­um leiðum

Greint var frá því á mbl.is fyrr í dag að ný hola hefði mynd­ast við Brúna milli heims­álfa. Lög­regl­an var­ar einnig við jarðsigi eða holu­mynd­un í ná­grenni brú­ar­inn­ar. 

„Þær geta verið tor­fær­ar og hugs­an­lega erfiðar að greina, sér­stak­lega í slæmu skyggni. Ferðamönn­um er því bent á að fara með gát og halda sig á merkt­um göngu­leiðum á svæðinu.“

Hér má sjá holuna.
Hér má sjá hol­una. Ljós­mynd/​Lög­regl­an
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert