Nýr leikskóli rís í Kópavogi

Nýr leikskóli rís við Skólatröð sem verður tekinn í notkun …
Nýr leikskóli rís við Skólatröð sem verður tekinn í notkun 2027. Ljósmynd/ASK arkitektar.

Fram­kvæmd­ir við nýj­an leik­skóla við Skólatröð í Kópa­vogi eru að hefjast og er áætlað að leik­skól­inn verði tek­inn í notk­un haustið 2026.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Kópa­vogs­bæ.

Miðað við að fjöldi barna verði um 60

Á leik­skól­an­um verða þrjár deild­ir fyr­ir nem­end­ur á aldr­in­um tveggja til sex ára og er miðað við að fjöldi barna verði um 60 mest­an hluta dags­ins. Gert er ráð fyr­ir 15-20 stöðugild­um.

ASK arki­tekt­ar hönnuðu húsið og er hönn­un­ar­stjóri Guðrún Ragna Yngva­dótt­ir. Þá er fram­kvæmd í hönd­um Sér­verks og mun Verk­sýn sjá um eft­ir­lit.

„Mikið hef­ur verið lagt upp úr því að tryggja ör­yggi veg­far­enda meðan á fram­kvæmd­um stend­ur. Verk­fræðistof­an Örugg var feng­in til þess að gera áætl­un um ör­ygg­is­mál og gæta þess að merk­ing­ar séu góðar og aðkoma að fram­kvæmda­svæði sömu­leiðis.

Vegna bygg­ing­ar á nýj­um leik­skóla við Skólatröð verður aðkomu að Kópa­vogs­skóla frá Skólatröð lokað. Bygg­inga­svæðið verður girt af og verður af­girt á meðan fram­kvæmd­um stend­ur. Gang­braut við Há­veg hef­ur verið færð til. Bíla­stæði kenn­ara verða við Digra­nes­veg og Vallatröð,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka