Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Skólatröð í Kópavogi eru að hefjast og er áætlað að leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2026.
Þetta segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.
Á leikskólanum verða þrjár deildir fyrir nemendur á aldrinum tveggja til sex ára og er miðað við að fjöldi barna verði um 60 mestan hluta dagsins. Gert er ráð fyrir 15-20 stöðugildum.
ASK arkitektar hönnuðu húsið og er hönnunarstjóri Guðrún Ragna Yngvadóttir. Þá er framkvæmd í höndum Sérverks og mun Verksýn sjá um eftirlit.
„Mikið hefur verið lagt upp úr því að tryggja öryggi vegfarenda meðan á framkvæmdum stendur. Verkfræðistofan Örugg var fengin til þess að gera áætlun um öryggismál og gæta þess að merkingar séu góðar og aðkoma að framkvæmdasvæði sömuleiðis.
Vegna byggingar á nýjum leikskóla við Skólatröð verður aðkomu að Kópavogsskóla frá Skólatröð lokað. Byggingasvæðið verður girt af og verður afgirt á meðan framkvæmdum stendur. Gangbraut við Háveg hefur verið færð til. Bílastæði kennara verða við Digranesveg og Vallatröð,“ segir í tilkynningunni.