NYT fjallar um Friðrik Ólafsson

Friðrik Ólafsson sá um skákskýringar í 7. umferð Reykjavíkurskákmótsins árið …
Friðrik Ólafsson sá um skákskýringar í 7. umferð Reykjavíkurskákmótsins árið 2014. Mótið árið eftir var afmælismót Friðriks, en hann varð áttræður það ár. mbl.is/Ómar Óskarsson

Banda­ríska dag­blaðið New York Times skrif­ar ít­ar­leg eft­ir­mæli um Friðrik Ólafs­son stór­meist­ara heit­inn og tefl­ir því fram í inn­gangi grein­ar­inn­ar að Friðrik hafi lagt fjóra heims­meist­ara að velli við borðið köfl­ótta, þar á meðal sjálf­an Bobby Fischer sem átti eft­ir­minni­legt ein­vígi á Íslandi við hinn sov­éska Bor­is Spasskí sum­arið 1972.

„Sig­ur­ganga Friðriks á topp­inn í skák­inni var óvænt, Ísland var ekki þekkt skák­vígi á þess­um tíma. En á ní­unda ára­tugn­um, að miklu leyti í krafti for­dæm­is hans, hafði landið á að skipa fleiri stór­meist­ur­um en nokk­urt annað land miðað við höfðatölu,“ skrif­ar blaðamaður NYT.

Rifjar blaðið enn frem­ur upp frá­sögn Friðriks sjálfs í viðtali árið 2014 af því þegar hann fylgd­ist með föður sín­um tefla.

„Ég man að ég sagði að mér þætti hann ekki tefla sér­stak­lega vel,“ hef­ur NYT eft­ir Friðrik úr viðtal­inu, en hann var sjö eða átta ára gam­all þegar at­b­urðarás­in sem hér er lýst átti sér stað.

Laga­námið dró hug­ann frá borðinu

Svaraði faðir hans, Ólaf­ur Friðriks­son skrif­stofumaður, því þá til að teldi son­ur­inn sig betri skák­mann skyldi hann taka sæti hans, sem Friðrik gerði og hafði sig­ur gegn and­stæðingn­um, sem var ætt­ingi þeirra feðga.

Fer NYT svo yfir fer­il Friðriks, meðal ann­ars þegar hann deildi fyrsta sæt­inu á Norður­landa­meist­ara­mót­inu árið 1953 með sviss­nesk-sov­éska meist­ar­an­um Vikt­ori Kortsnoj, sem tal­inn var einn öfl­ug­asti skák­maður 20. ald­ar­inn­ar.

New York Times gefur stórmeistaranum burtgengna gott pláss á pappírnum …
New York Times gef­ur stór­meist­ar­an­um burt­gengna gott pláss á papp­írn­um en grein­in er einnig finn­an­leg á vef blaðsins.

Þá grein­ir blaðið frá því að laga­nám hafi dregið huga Friðriks frá tafl­borðinu, hann hafi lokið embætt­is­prófi í lög­um og hafið störf í dóms­málaráðuneyt­inu, en Friðrik var enn frem­ur um ára­bil skrif­stofu­stjóri Alþing­is.

Stór­blaðið banda­ríska fer í lok­in yfir helstu sigra Friðriks, meðal ann­ars tvo er hann hafði gegn Fischer auk þess sem hann lagði hinn armensk-sov­éska heims­meist­ara Tigran Petrosi­an áður.

Klykk­ir New York Times út með því að Friðrik hafi orðið eini sitj­andi for­seti Alþjóðaskák­sam­bands­ins til að sigra ríkj­andi heims­meist­ara á op­in­beru móti þegar hann fór með sigur­orð af hólmi í skák sinni við hinn sov­éska Anatólí Karpov, sem blaðið seg­ir hafa verið nær ósigrandi á þeim tíma.

NYT (læst áskrift­ar­grein)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka