Skíðavertíðinni lokið

Skíðavertíðinni er lokið í Bláfjöllum í ár.
Skíðavertíðinni er lokið í Bláfjöllum í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skíðavertíðinni er lokið í Bláfjöll­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á sam­fé­lags­miðlum skíðasvæðis­ins.

Snjór sem von­ir stóðu til um að myndi falla um helg­ina gerði það ekki og all­ar skíðaleiðir eru í sund­ur á ein­um eða fleiri stöðum ásamt lyftu­spor­um eft­ir hlý­indi und­an­farið.

„Það er því ljóst að pásk­arn­ir eru ekki inni í ár og því er þetta niðurstaðan. Þetta var vet­ur­inn sem eig­in­lega aldrei kom,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Snjó­fram­leiðsla mik­il­væg

Opn­un­ar­dag­ar voru 36 í vet­ur en þrátt fyr­ir fáa opn­un­ar­daga var um að ræða fjórða aðsókn­ar­besta vet­ur­inn frá upp­hafi en sam­kvæmt hliðataln­ingu komu 78.166 gest­ir í lyft­ur og 2.079 á skíðagöngu­svæði.

Þá seg­ir að snjó­fram­leiðslan sé annað árið í röð að sanna gildi sitt en fyrstu 12-15 dag­arn­ir hafi verið í boði snjó­fram­leiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert