Skólastjórinn lýsir samhug og þakkar viðbragðsaðilum

„Það er mikill samhugur og lögregla, Rauði Krossinn og Barnavernd …
„Það er mikill samhugur og lögregla, Rauði Krossinn og Barnavernd hafa staðið sig frábærlega við að sinna unglingunum undanfarna daga, hafa unnið mjög gott starf,“ segir skólastjórinn. Mynd/Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

„Fólki er brugðið og tek­ur þetta mjög nærri sér. Þetta er sam­fé­lag þar sem all­ir þekkja alla og þetta snert­ir mjög marga,“ seg­ir Þorkell V. Þor­steins­son, sett­ur skóla­meist­ari Fjöl­brauta­skóla Norður­lands Vestra á Sauðár­króki, í sam­tali við mbl.is.

Boðið hef­ur verið til sam­veru­stund­ar í skól­an­um á morg­un vegna al­var­legs um­ferðarslyss sem átti sér stað í ná­grenni Hofsóss á föstu­dag­inn þar sem fjór­ir ung­ir pilt­ar slösuðust.

„Það er mik­ill sam­hug­ur og lög­regla, Rauði Kross­inn og Barna­vernd hafa staðið sig frá­bær­lega við að sinna ung­ling­un­um und­an­farna daga, hafa unnið mjög gott starf.“

Þakk­lát­ur viðbragðsaðilum

„Sam­veru­stund­in verður á morg­un, hug­mynd­in er að halda utan um þá sem vilja og þurfa á að halda, og ræða mál­in. Það er ekk­ert skóla­hald hjá okk­ur núna þannig að það er erfiðara að ná til ung­ling­anna en ann­ars væri,“ seg­ir Þorkell og lýs­ir þakk­læti fyr­ir gott starf lög­regl­unn­ar, Rauða Kross­ins og Barna­vernd­ar, sem sinnt hafa þeim ung­ling­um sem komu að slys­inu á föstu­dags­kvöldið. Þau hafi komið vand­lega að mál­inu og fylgt ung­ling­un­um eft­ir.

Þá seg­ir hann skól­ann eiga von á því að fjöldi fólks komi á sam­veru­stund­ina á morg­un til að spjalla og styrkja hvert annað.

Ræða aðkomu að slys­um

Spurður út í fyr­ir­komu­lagið seg­ir hann full­trúa frá Barna­vernd, fé­lagsþjón­ust­unni og Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands verða á staðnum ásamt presti og full­trúa lög­reglu­yf­ir­valda.

„Starfs­menn frá skól­an­um hjá okk­ur verða þarna til staðar og einnig stend­ur til að fá sjúkra­flutn­inga­menn til að koma og ræða hvernig aðkoma get­ur verið að svona slys­um,“ seg­ir Þorkell. Ætl­un­in sé að spila viðburðinn af fingr­um fram, inn­an ákveðins ramma, eft­ir því hverju fólk leit­ar að og hverju það þarf á að halda.

„En þarna verða aðilar til að veita aðstoð við þá sem þurfa á því að halda.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert