Þétting við Suðurhóla kynnt í skipulagsráði

Í tillögunni er sýnd lágreist byggð á fótboltavelli við Suðurhóla. …
Í tillögunni er sýnd lágreist byggð á fótboltavelli við Suðurhóla. Byggingarmagn á leikskólalóðum og verslunarmiðstöðinni var ekki sýnt. Teikning/Studio Bua

Til­laga um þétt­ingu byggðar við Suður­hóla í Efra-Breiðholti var kynnt á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs í síðustu viku.

Í fram­lögðum gögn­um Studio Bua sem kynnt voru ráðinu kem­ur fram að um­rætt svæði nái yfir versl­un­ar­miðstöðina Hólag­arð ásamt bíla­stæðalóð, leik­skól­ana Suður­borg og Hóla­borg ásamt óbyggðu svæði milli leik­skóla­lóðanna og íbúðablokk­anna við Suður­hóla 35.

Fyrstu drög að upp­bygg­ingu

Í til­lög­unni er gerð ít­ar­leg grein fyr­ir bygg­ingu tveggja hæða húsa á óbyggða svæðinu en eng­ar til­lög­ur að öðrum húsa­gerðum, þrátt fyr­ir að gert sé ráð fyr­ir allt að fimm hæða bygg­ing­um á reitn­um. Ekki er sýnt hvað á að byggja á leik­skóla­lóðunum, bíla­stæðalóðinni og versl­un­ar­húsalóðunum. Ekki kem­ur held­ur fram hvað marg­ar íbúðir eru áætlaðar á reitn­um og ekki hvað reit­ur­inn er stór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert