Þéttir páskar í Hlíðarfjalli en óvissa annars staðar

Það verður nóg um að vera í Hlíðarfjalli yfir páskana.
Það verður nóg um að vera í Hlíðarfjalli yfir páskana. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Brynj­ar Helgi Ásgeirs­son, for­stöðumaður skíðasvæðis­ins í Hlíðarfjalli á Ak­ur­eyri, seg­ir að ofan­koma síðasta sól­ar­hrings hjálpi til við að koma brekk­un­um í gott stand fyr­ir páska­vertíðina.

Það verður nóg um að vera í Hlíðarfjalli yfir pásk­ana með þéttri dag­skrá frá skír­degi og fram á páska­dag. Páska­eggja­mót, plötu­snúðar og trúba­dor er meðal þess sem boðið verður upp á og sjálf­ur Aron Can treður upp á laug­ar­dag.

Opið verður frá klukk­an 9 til 17 á skír­dag, föstu­dag­inn langa, laug­ar­dag og páska­dag en frá klukk­an 9 til 16 á ann­an í pásk­um.

„Aðstæður hafa verið svo­lítið erfiðar síðustu tvær vik­ur vegna hit­ans sem var, en það var mjög mik­ill hiti hérna. Við verðum með opið í dag og sjá­um fram á að geta verið með opið út alla pásk­ana,“ seg­ir Brynj­ar í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert