Víða snjókoma eða slydda og gular viðvaranir

Gular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs á Vestfjörðum, Ströndum …
Gular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á Norðurlandi eystra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gul­ar viðvar­an­ir eru í gildi vegna hríðar á Vest­fjörðum, Strönd­um og Norður­landi vestra og á Norður­landi eystra en á þess­um svæðum er norðan 13-20 m/​s með snjó­komu og skafrenn­ingi, einkum til fjalla.

Á Ve­stjörðum er gul viðvörðun í gildi til klukk­an 21 í kvöld, á Strönd­um og Norður­landi vestra fell­ur hún úr gildi klukk­an 14 og klukk­an 10.

Í dag verða norðan 13-20 m/​s en það dreg­ur smám sam­an úr vindi eft­ir há­degi, fyrst aust­an til á land­inu. Víða verður snjó­koma eða slydda en úr­komu­lítið á sunn­an­verðu land­inu og einnig aust­an­lands síðdeg­is. Hit­inn verður 0 til 6 stig og verður mild­ast sunn­an­lands.

Á morg­un er gert ráð fyr­ir norðan 8-15 m/​s. Það verða él eða slydduél norðan-og aust­an­lands með hita um eða yfir frost­marki en bjartviðri verður sunn­an heiða og hiti að 8 stig­um yfir dag­inn.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert