Gular viðvaranir eru í gildi vegna hríðar á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á Norðurlandi eystra en á þessum svæðum er norðan 13-20 m/s með snjókomu og skafrenningi, einkum til fjalla.
Á Vestjörðum er gul viðvörðun í gildi til klukkan 21 í kvöld, á Ströndum og Norðurlandi vestra fellur hún úr gildi klukkan 14 og klukkan 10.
Í dag verða norðan 13-20 m/s en það dregur smám saman úr vindi eftir hádegi, fyrst austan til á landinu. Víða verður snjókoma eða slydda en úrkomulítið á sunnanverðu landinu og einnig austanlands síðdegis. Hitinn verður 0 til 6 stig og verður mildast sunnanlands.
Á morgun er gert ráð fyrir norðan 8-15 m/s. Það verða él eða slydduél norðan-og austanlands með hita um eða yfir frostmarki en bjartviðri verður sunnan heiða og hiti að 8 stigum yfir daginn.