Yfirfara reglur um dvalarleyfi: Umsóknir tvöfaldast

Umsóknir um dvalarleyfi á Íslandi hafa tvöfaldast  milli áranna 2020 og …
Umsóknir um dvalarleyfi á Íslandi hafa tvöfaldast  milli áranna 2020 og 2024, úr 5.559 í 10.234 talsins. Einnig tvöfölduðust umsóknir um ríkisborgararétt á sama tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra hef­ur skipað starfs­hóp til að yf­ir­fara regl­ur um dval­ar­leyfi á Íslandi. Gert er ráð fyr­ir að hóp­ur­inn muni skila til­lögu­gerð sinni til dóms­málaráðherra 1. júlí.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá dóms­málaráðuneyt­inu.

Verði að líta til Norður­land­anna

Seg­ir þar enn frem­ur að mark­miðið sé að fá betri yf­ir­sýn yfir þann hóp sem sæk­ir um út­gefið dval­ar­leyfi á Íslandi, m.a. með hliðsjón af þeim mark­miðum sem nefnd eru í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að gæta skuli sam­ræm­is við regl­ur ná­granna­ríkja á sviði út­lend­inga­mála og styrkja stjórn­sýsl­una hvað þessi mál varðar.

„Við höf­um allt of litla yf­ir­sýn yfir dval­ar­leyf­is­mál­in. Við verðum að líta til Norður­land­anna í þess­um efn­um og kanna hvernig best sé að sam­ræma dval­ar­leyfi við þau. Þetta kerfi hef­ur að mörgu leyti verið í ólestri und­an­far­in ár, verið mjög kostnaðarsamt og löngu kom­inn tími til að yf­ir­fara það. Ég bind mikl­ar von­ir við þessa vinnu og er þess full­viss að hún muni leiða til góðs fyr­ir land og þjóð,“ er haft eft­ir dóms­málaráðherra.

„Það er ánægju­legt að rjúfa þá kyrr­stöðu sem hef­ur verið í þess­um mál­um und­an­far­in sjö ár.“

Um­sókn­ir tvö­fald­ast á fjór­um árum 

Kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að er­lend­um rík­is­borg­ur­um sem flytj­ast hingað til lands hafi fjölgað ár frá ári. Þar séu rík­is­borg­ar­ar ríkja utan Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins eng­in und­an­tekn­ing og er gert ráð fyr­ir að sú þróun muni halda áfram.

Þá hafi um­sókn­ir um dval­ar­leyfi á Íslandi tvö­fald­ast  milli ár­anna 2020 og 2024, úr 5.559 í 10.234 tals­ins. Einnig tvö­földuðust um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt á sama tíma­bili.

Viðkvæm­ir hóp­ar til hliðsjón­ar

„Mark­mið er að ná betri yf­ir­sýn yfir þá hópa sem hér sækja um dval­ar­leyfi, þ.e. þróun á fjölda og sam­setn­ingu dval­ar­leyf­is­hafa sem og hvernig ís­lensk stjórn­sýsla var í stakk búin til þess að tak­ast á við veru­lega aukn­ingu um­sókna und­an­far­in ár,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

Eins hafi ráðherra hug á að ná betri yf­ir­sýn yfir þær áskor­an­ir sem mála­flokk­ur­inn standi frammi fyr­ir, bæði með hliðsjón af viðkvæm­um hóp­um og hvaða dval­ar­leyfi telj­ist sér­stak­lega út­sett fyr­ir mis­notk­un og hag­nýt­ingu þeirra ein­stak­linga sem um þau sækja.

„Við höf­um til dæm­is ekk­ert sér­stakt dval­ar­leyfi fyr­ir man­salsþolend­ur og ég tel að nauðsyn­legt sé að breyta því,” er haft eft­ir dóms­málaráðherra.

Hóp­inn skipa: Edda Berg­sveins­dótt­ir frá dóms­málaráðuneyt­inu sem verður formaður starfs­hóps­ins, Vil­hjálm­ur Hilm­ars­son, hag­fræðing­ur Visku stétt­ar­fé­lags, Þór­hild­ur Ósk Hagalín frá Útlend­inga­stofn­un og Arn­ar Sig­urður Hauks­son, varamaður, frá dóms­málaráðuneyt­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert