Ákærður fyrir tilraun til manndráps

Kjalarnes. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp.
Kjalarnes. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp. mbl.is/Sigurður Bogi

Karl­maður á fimm­tugs­aldri hef­ur verið ákærður fyr­ir til­raun til mann­dráps fyr­ir að hafa á ný­ársnótt lagt nokkr­um sinn­um til tveggja manna með hníf, og þar með reynt að svipta þá lífi, eins og seg­ir í ákær­unni sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um. 

Árás­in átti sér stað á Kjal­ar­nesi.

Í ákær­unni seg­ir að sak­born­ing­ur­inn hafi stungið brotaþol­ana ít­rekað. Ann­an stakk hann ít­rekað í bakið með þeim af­leiðing­um að hann hlaut lífs­hættu­leg stungusár á aft­an­verðum vinstri brjóst­kassa með mikl­um blæðing­um.

Hlaut hann einnig áverka „í gegn­um húð á mót­um brjóst­kassa og kviðs, gat á milli rifja 8 og 9 vinstra meg­in og loft- og blóðbrjóst af völd­um áverk­anna“.

Hlaut lífs­hættu­lega áverka

Er sak­born­ing­ur­inn einnig sagður hafa stungið hinn brotaþol­ann ít­rekað í brjóst­kass­ann og kviðinn.

Sá hlaut einnig lífs­hættu­leg stungusár á vinstri brjóst­kassa í gegn­um brjóst­vöðva. 

Er þess kraf­ist að sak­born­ing­ur­inn greiði brotaþolum miska­bæt­ur, öðrum fjór­ar millj­ón­ir króna auk vaxta og hinum fimm millj­ón­ir króna auk vaxta. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert