Átti afmæli daginn sem hann lést

Maðurinn sem lést bjó á Arnarnesi.
Maðurinn sem lést bjó á Arnarnesi. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Maður­inn sem sótt­ur var af sjúkra­bíl í heima­hús á Arn­ar­nesi á föstu­dag­inn og var úr­sk­urðaður lát­inn á sjúkra­húsi, varð átt­ræður dag­inn sem hann lést. 

28 ára dótt­ir manns­ins er í varðhaldi til 16. apríl vegna and­láts­ins.

Málið er til rann­sókn­ar hjá lög­reglu sem verst allra fregna. 

Hinn látni starfaði sem tannsmiður á árum áður og var gift­ur. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var maður­inn með áverka þegar sjúkra­bíll kom og sótti hann. Bæði ný­lega og eldri áverka.  Maður­inn var úr­sk­urðaður lát­inn á sjúkra­húsi.

Niðurstaða úr krufn­ingu hafði enn ekki verið kunn­gjörð rann­sak­end­um í gær.  

Þá seg­ir í frétt RÚV um málið að kon­an sem er haldi sé grunuð um að hafa einnig veitt móður sinni áverka, en móðirin er níu árum yngri en maður­inn sem lést.

Kon­an sem er í haldi er einka­barn þeirra hjóna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka