Maðurinn sem sóttur var af sjúkrabíl í heimahús á Arnarnesi á föstudaginn og var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi, varð áttræður daginn sem hann lést.
28 ára dóttir mannsins er í varðhaldi til 16. apríl vegna andlátsins.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglu sem verst allra fregna.
Hinn látni starfaði sem tannsmiður á árum áður og var giftur. Samkvæmt heimildum mbl.is var maðurinn með áverka þegar sjúkrabíll kom og sótti hann. Bæði nýlega og eldri áverka. Maðurinn var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.
Niðurstaða úr krufningu hafði enn ekki verið kunngjörð rannsakendum í gær.
Þá segir í frétt RÚV um málið að konan sem er haldi sé grunuð um að hafa einnig veitt móður sinni áverka, en móðirin er níu árum yngri en maðurinn sem lést.
Konan sem er í haldi er einkabarn þeirra hjóna.