„Enginn skilur hvað eigi að taka við“

Snorri gagnrýnir málflutning ráðherrans.
Snorri gagnrýnir málflutning ráðherrans.

„Þetta væri mögu­lega for­svar­an­leg aðgerð ef hún væri gerð á grunni ein­hvers ann­ars en óljósr­ar hug­mynd­ar emb­ætt­is­manna og nú ráðherra um meinta ósann­girni sem sögð er ríkja gagn­vart ein­staka nem­anda. Það er raun­veru­lega ekki að sjá að dýpri og ígrundaðri hugs­un búi hér að baki,“ seg­ir Snorri Más­son þingmaður Miðflokks­ins í yf­ir­lýs­ingu. 

Hann gagn­rýn­ir harðlega orð Guðmund­ar Inga Krist­ins­son­ar mennta­málaráðherra sem sagði í sam­tali við mbl.is að horfa ætti til annarra þátta en ein­kunna við mat á inn­göngu nem­enda í fram­halds­skóla. 

Koll­varp­ar kerf­inu 

„Nú er það orðin op­in­ber stefna mennta­mála­yf­ir­valda að draga veru­lega úr sér­stöðu ein­stakra fram­halds­skóla á Íslandi. Fram­veg­is eiga þeir ekki að fá að taka inn náms­menn eins og hæf­ir þeirra áhersl­um,“ seg­ir Snorri.

„Hugs­un­in er sú að ein­staka „elítu­skól­ar“ séu ekki að „fleyta rjómann“ af nem­enda­hópn­um til þess að tryggja lík­ur á góðum ár­angri þegar komið er til náms. Nú virðist sem sagt í raun eiga að koll­varpa því kerfi sem hef­ur verið við lýði. Eng­inn skil­ur hvað eigi að taka við og ekki varð það skýr­ara í þessu viðtali við nýj­an ráðherra,“ seg­ir Snorri.

Framúrsk­ar­andi skól­ar viðnám mennta­kerf­is­ins 

Snorri seg­ir að ekki verði annað séð en að ef áformin verða að veru­leika muni það leiða til frek­ara hruns ís­lensks mennta­kerf­is. 

„Í því sam­bandi gleym­ist að það sem einna helst híf­ir upp lé­leg­an meðalár­ang­ur okk­ar eru, hvort sem okk­ur lík­ar það bet­ur eða verr, framúrsk­ar­andi skól­ar þar sem mikl­ar kröf­ur eru gerðar til nem­enda. Því miður er stuðst þar við hlut­laust mæli­tæki sem kall­ast ein­kunn­ir. Þær hafa nú verið gerðar að tákn­mynd fé­lags­legs órétt­læt­is. Í bar­áttu gegn slíkri ófreskju dug­ar ekki minna en að jafna allt við jörðu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert