Enn á gjörgæslu eftir umferðarslys

Lögreglan á Norðurlandi vestra seg­ist ekki hafa fengið upp­lýs­ing­ar í …
Lögreglan á Norðurlandi vestra seg­ist ekki hafa fengið upp­lýs­ing­ar í dag um líðan pilt­anna.

Tveir pilt­ar liggja enn á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans eft­ir al­var­legt um­ferðarslys á Siglu­fjarðar­vegi á föstu­dags­kvöld. Ökumaður bif­reiðar­inn­ar og þrír farþegar slösuðust í slys­inu en fram hef­ur komið að þeir séu all­ir komn­ir úr lífs­hættu.

Lög­regl­an á Norður­landi Vestra seg­ist ekki hafa fengið upp­lýs­ing­ar í dag um líðan pilt­anna.

Fjöl­brauta­skóli Norður­lands vestra á Sauðár­króki hef­ur boðið til sam­veru­stund­ar í skól­an­um í dag vegna slyss­ins en þrír pilt­anna eru nem­end­ur við skól­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert