Hæstiréttur viðurkennir mistök: Fóru ekki yfir gögn

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstirétt­ur Íslands tók ákvörðun um að hafna stefn­anda um áfrýj­un­ar­leyfi án þess að hafa farið yfir öll gögn máls­ins. Gögn­in voru send rétt­in­um en þau bár­ust ekki til dóm­ar­anna fyr­ir hand­vömm. 

At­hygli vek­ur að eng­inn þeirra þriggja dóm­ara sem voru með málið til um­fjöll­un­ar áttaði sig á því að gögn­in vantaði í málið. Var það þrátt fyr­ir að fylgigögn máls­ins hefðu verið á lista sem fylgdi áfrýj­un­ar­beiðninni.

Gögn­in sem upp á vantaði voru að stærst­um hluta grein­ar­gerð sækj­enda af fyrri dóm­stig­um. Ítrekað var vísað til henn­ar í öðrum fylgigögn­um sem fylgdu til rétt­ar­ins. 

Við blas­ir að dóm­ar­arn­ir tóku ákvörðun án þess að farið hefði verið yfir öll gögn máls­ins. Niðurstaðan var að hafna beiðni um áfrýj­un­ar­leyfi.  

Hæstirétt­ur viður­kenndi mis­tök eft­ir að sækj­andi í mál­inu spurði hvort dómur­um hefðu borist gögn­in sem vantaði.

Á þeim grunni heim­ilaði Hæstirétt­ur að taka málið til meðferðar hjá rétt­in­um að nýju. Þrír nýir dóm­ar­ar fengu málið í hend­urn­ar og höfnuðu upp­töku máls­ins fyr­ir dómn­um en að þessu sinni eft­ir yf­ir­ferð allra gagn­anna. 

For­seti Hæsta­rétt­ar tel­ur ekki efni til að tjá sig um málsmeðferð dóm­ara í mál­inu. 

Gnúps­málið 

Dóms­málið sjálft snýst um ára­lang­ar deil­ur í svo­kölluðu Gnúps­máli eft­ir að Lyfja­blóm ehf. höfðaði mál gegn Þórði Má Jó­hann­es­syni, fjár­festi og fyrr­ver­andi for­stjóra Gnúps, og Sól­veigu Pét­urs­dótt­ur fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra. Töldu hlut­haf­ar sig hafa verið hlunn­farna og höfðuðu skaðabóta­mál. Þórður og Sól­veig voru sýknuð í héraðsdómi og Lands­rétti.

Fylgigögn til stuðnings við um­sögn 

Til út­skýr­ing­ar eru þrjú skil­yrði sem þarf til þess að Hæstirétt­ur taki mál til um­fjöll­un­ar. Að veru­leg­ir fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir liggi und­ir, að mál séu for­dæm­is­gef­andi eða ef dóm­ur er ber­sýni­lega rang­ur.

Þeir sem vilja að Hæstirétt­ur taki mál til um­fjöll­un­ar senda inn beiðni til áfrýj­un­ar sem þrír dóm­ar­ar meta. Bæði leyf­is­beiðandi og gagnaðili senda inn rök eða um­sögn um það hvers vegna dóm­ur­inn eigi að taka málið upp. Gögn­in sem skiluðu sér ekki til dóm­ar­anna voru fylgigögn lög­manna Lyfja­blóms sem eru til stuðnings við um­sögn­ina.   

Venju­lega ekki fylgigögn 

Bene­dikt Boga­son, for­seti Hæsta­rétt­ar, seg­ir að vana­lega fylgi ekki fylgigögn með áfrýj­un­ar­beiðnum, held­ur ein­ung­is rök­stuðning­ur fyr­ir því hvers vegna mál eigi er­indi til um­fjöll­un­ar við dóm­inn. Hann taldi ekki efni til þess að tjá sig um meðferð dóm­ar­anna á mál­inu.

Benedikt Bogason er forseti Hæstaréttar.
Bene­dikt Boga­son er for­seti Hæsta­rétt­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

„Venju­lega berst bara beiðni um áfrýj­un­ar­leyfi án þess að henni fylgi gögn. Svo fær gagnaðili tæki­færi til um­sagn­ar,“ seg­ir Bene­dikt. Hann seg­ir þó koma fyr­ir að aðilar leggi fram gögn og með réttu eigi dóm­ar­ar við rétt­inn að fara yfir þau.

För­um yfir það sem okk­ur er sent 

„Auðvitað för­um við yfir það sem okk­ur er sent. Þarna voru hins veg­ar gerð mis­tök og það var óskað eft­ir því að þetta yrði gert aft­ur með nýj­um dómur­um. Það var gert og farið var yfir málið aft­ur,“ seg­ir Bene­dikt.

Var þetta eðli­leg málsmeðferð hjá dómn­um?

„Í sjálfu sér urðu þarna ákveðin mis­tök og þau voru leiðrétt með nýrri ákvörðun rétt­ar­ins sem aðrir dóm­ar­ar stóðu að,“ seg­ir Bene­dikt.

En við þetta vakna eðli­lega spurn­ing­ar um það hvort dóm­ar­ar við rétt­inn séu að fara nægi­lega ít­ar­lega yfir þær beiðnir sem þangað koma. Er það ekki?

„Að sjálf­sögðu gera menn það. Þessi gögn sem vantaði, þess­ar grein­ar­gerðir, voru ekki nauðsyn­leg­ar í mál­inu,“ seg­ir Bene­dikt. „Málið var tekið upp aft­ur þannig að þetta fékk á end­an­um eðli­lega meðferð með sömu niður­stöðu,“ seg­ir Bene­dikt.

Eng­ar ákúr­ur 

Fá dóm­ar­arn­ir ákúr­ur frá rétt­in­um eða eitt­hvað slíkt?

„Nei, þetta er bara lagað og ný ákvörðun tek­in þar sem gögn­in voru til staðar. Þetta var ekki að fara að breyta neinu í þessu til­viki,“ seg­ir Bene­dikt.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert