Hófu leit að manni sem kom fram stuttu síðar

Maðurinn kom fram stuttu síðar.
Maðurinn kom fram stuttu síðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an og björg­un­ar­sveit­arlið var kallað til á tí­unda tím­an­um í kvöld til að leita að manni við Selja­braut í Breiðholti. Leit­inni er lokið en maður­inn kom fram stuttu eft­ir að hún hófst. 

Þetta seg­ir Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýs­inga­full­trúi Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, í sam­tali við mbl.is. 

Hann hafði ekki upp­lýs­ing­ar um ástand þess sem leitað var að. Not­ast var við leit­ar­hunda og dróna við leit­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert