Kærðir fyrir brot á búnaði ökutækja

Mennirnir höfðu komið dökkri filmu fyrir í hliðarrúðu bifreiðanna.
Mennirnir höfðu komið dökkri filmu fyrir í hliðarrúðu bifreiðanna. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir öku­menn voru í dag kærðir fyr­ir brot á reglu­gerð um gerð og búnað öku­tækja en menn­irn­ir höfðu komið dökkri filmu fyr­ir í fremri hliðarrúðum bif­reiða sinna. Hef­ur lög­regl­an farið fram á að bif­reiðarn­ar verði boðaðar í skoðun. 

Frá þessu er gert grein fyr­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hvað snert­ir verk­efni henn­ar frá því klukk­an 5 í morg­un til 17 í dag. 98 mál voru skráð í kerfi lög­reglu á tíma­bil­inu og gista þrír aðilar í fanga­klefa. 

Lög­reglu­stöð eitt, sem sinn­ir verk­efn­um í stór­um hluta borg­ar­inn­ar og á Seltjarn­ar­nesi, var kölluð til vegna lík­ams­árás­ar í heima­húsi. Þegar lög­reglu bar að garði var ger­and­inn hvergi sjá­an­leg­ur. Málið er til rann­sókn­ar. 

Fund­in fíkni­efni, vinnu­slys og akst­ur und­ir áhrif­um

Þrír öku­menn voru hand­tekn­ir í um­dæmi lög­reglu­stöðvar eitt grunaðir um akst­ur und­ir áhrif­um áv­ana- og fíkni­efna. Reynd­ust menn­irn­ir einnig án öku­rétt­inda. Þeir voru all­ir flutt­ir á lög­reglu­stöð í hefðbundið ferli.

Þá var til­kynnt um vinnu­slys í um­dæmi lög­reglu­stöðvar tvö, sem sinn­ir verk­efn­um í Hafnar­f­irði og Garðabæ. Þar hafði maður fallið fram fyr­ir sig og rot­ast. Hann var flutt­ur á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar. 

Lög­reglu­stöð þrjú, sem sinn­ir verk­efn­um í Kópa­vogi og Breiðholti, barst til­kynn­ing um fund­in fíkni­efni í um­dæm­inu. Lög­regl­an tók við efn­un­um og fargaði þeim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert