Lengja opnunartímann á ný

Hægt verður að vera í sundi til kl. 22 í …
Hægt verður að vera í sundi til kl. 22 í sumar. mbl.is/Sigurður Bogi

Menn­ing­ar- og íþróttaráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur samþykkt til­lögu um lengri opn­un­ar­tíma í sund­laug­um borg­ar­inn­ar í sum­ar. Leng­ist opn­un­ar­tím­inn um eina klukku­stund frá og með 1. júní til 31. ág­úst. 

Opið verður til 22 í sund­laug­um borg­ar­inn­ar um helg­ar í sum­ar en opið hef­ur verið til 21 um helg­ar frá því á síðasta ári þegar ákveðið var að stytta opn­un­ar­tím­ann til að spara fé.

Opið verður 10-18 í Klé­bergs­laug á Kjal­ar­nesi um helg­ar í sum­ar en nú er opn­un­ar­tím­inn 11-18. 

Útgjöld upp á sjö millj­ón­ir

Gert er ráð fyr­ir að út­gjöld borg­ar­inn­ar auk­ist um sjö millj­ón­ir króna vegna launa­kostnaðar vegna lengri opn­un­ar­tíma. Í til­lög­unni seg­ir að vænt­ar tekj­ur muni jafn­ast út á móti aukn­um rekstr­ar­kostnaði. 

Til­lag­an var lögð fram af Sam­fylk­ingu, Pír­öt­um og Vinstri græn­um. 

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er lögð fram bók­un þar sem full­trú­ar menn­ing­ar- og íþróttaráðs fagna lengri breyt­ing­unni.

Seg­ir þar jafn­framt að til­lag­an taki mið af lög­fest­um úti­vist­ar­tíma barna og ung­menna sem hef­ur „mik­il­vægt for­varn­ar­gildi og stuðlar að heil­brigðri sam­veru fjöl­skyldu og vina“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert