Meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her

Landsmenn virðast ekki vilja íslenskan her.
Landsmenn virðast ekki vilja íslenskan her. mbl.is/Sigurður Bogi

Meiri­hluti lands­manna er and­víg­ur því að stofnaður verði her hér á landi, eða um 72%. Aðeins 14% eru hlynnt stofn­un hers og sama hlut­fall er hvorki hlynnt né and­vígt. 

Þetta kem­ur fram í nýj­um þjóðar­púlsi Gallups en Rík­is­út­varpið grein­ir frá. 

Tölu­verðan mun má greina á af­stöðu kynj­anna. Í kring­um 20% karl­manna eru hlynnt ís­lensk­um her en aðeins 8% kvenna. 

Þá má einnig greina mun á af­stöðu eft­ir því hvaða flokk svar­end­ur segj­ast myndu kjósa.

Í kring­um 24% kjós­enda Miðflokks­ins vilja sjá ís­lensk­an her á meðan 94% kjós­enda Sósí­al­ista­flokks­ins vilja ekki ís­lensk­an her. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert