Rændur af þjófagengi: „Orðinn svo þreyttur á þessu“

Gullsmiðja Ófeigs er staðsett á Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur.
Gullsmiðja Ófeigs er staðsett á Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rán var framið í Gullsmiðju Ófeigs í gær­kvöldi. Ann­ar eig­enda seg­ir fjár­hags­legt tjón nema að minnsta kosti nokk­ur hundruð þúsund krón­um. Hann seg­ir jafn­framt að þjóf­arn­ir séu hið svo­kallaða vasaþjófa­gengi, sem herjað hef­ur á ferðamenn á Suður­landi að und­an­förnu.

„Ég hef bara mjög góðar heim­ild­ir um að þetta séu þau [vasaþjófa­gengið frá Suður­landi]. Þetta bara eru þau,“ seg­ir Bolli Ófeigs­son í sam­tali við mbl.is, en hann á versl­un­ina ásamt móður sinni.

Ekki er langt síðan mbl.is fjallaði um vasaþjófa­gengið á Suður­landi, sem sam­an­stend­ur af um tíu manna hópi er­lendra ein­stak­linga.

Um það bil heill bakki af gulli tek­inn

Bolli seg­ist eiga eft­ir að fara yfir allt sem þjóf­arn­ir tóku, en eins og staðan sé núna sjái hann að minnsta kosti að heill bakki af gulli hafi verið tek­inn.

„Ég á svo eft­ir að fara yfir hvað var tekið ann­ars staðar í búðinni, af því þau voru svo mörg. Þess­ir þjóf­ar taka yf­ir­leitt einn hlut hér og einn hlut þarna, þannig að það er erfiðara að sjá það,“ seg­ir Bolli og nefn­ir að um átta ein­stak­linga sé að ræða sem tóku þátt í rán­inu.

Þræl­skipu­lagt og ekki nýtt af nál­inni

Miðað við lýs­ing­ar Bolla af upp­tök­um ör­ygg­is­mynda­véla í versl­un­inni, er um þræl­skipu­lagt rán að ræða.

Mikið hafi verið að gera í búðinni þegar par gekk inn og náði að halda at­hygli móður Bolla, sem var að störf­um við af­greiðslu. Síðan hafi fleiri ein­stak­ling­ar komið inn einn af öðrum og versl­un­in orðið full, svo erfitt hafi verið fyr­ir móður hans að fylgj­ast með öll­um inni.

Bolli seg­ir rán af þess­um toga ekki vera ný af nál­inni.

„Ég er bara orðinn svo þreytt­ur á þessu. Þetta kem­ur í svona syrp­um og þetta eru alltaf at­vinnuþjóf­ar.“

Vill vara aðra við

„Það sem vakti fyr­ir mér er bara að vara aðra við. Ég hef aldrei fengið til baka nokk­urn ein­asta hlut sem hef­ur verið stolið hjá okk­ur og ég veit að ég fæ þetta ekki til baka. En ég vil bara vara fólk við að hafa aug­un opin.“

Hann seg­ir lög­reglu hafa komið í gær og fengið að sjá mynd­ir af þjóf­un­um og hvernig þeir voru klædd­ir. Leit hafi svo haf­ist í miðborg­inni.

„Þetta er al­veg þekkt. Við höf­um fengið til okk­ar inn í búð þjófa sem koma svo aft­ur inn ein­um og hálf­um tíma síðar í allt öðrum föt­um, en halda að maður þekki þau ekki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert