Rekstrarniðurstaða Eflingar jákvæð um 1,3 milljarða

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Ólafur Árdal

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, seg­ir viðsemj­end­ur stétt­ar­fé­lags­ins hafa leitað allra leiða til að kom­ast hjá því að greiða að fullu þær launa­hækk­an­ir sem samið var um í stöðug­leika­samn­ing­un­um á síðasta ári.

Hún seg­ir Efl­ing­ar­fólk bera mesta ábyrgð í þjóðfé­lag­inu. Raun­veru­leg auðsköp­un verði til með vinnu verka­fólks­ins, sem noti bæði vöðva­afl og vits­muni til að halda uppi grund­vall­ar­kerf­um lands­ins á al­menna og op­in­bera vinnu­markaðinum.

Þetta kem­ur fram í for­mannsávarpi henn­ar í árs­skýrslu Efl­ing­ar.

„[V]ið fram­leiðum verðmæt­in og búum til hag­vöxt­inn, sem allt sam­fé­lagið nýt­ur svo góðs af. Við í Efl­ingu setj­um fram ein­beitta og há­væra kröfu um að þessi staðreynd fá­ist viður­kennd,“ seg­ir í ávarp­inu.

„Við erum vinnu­afl höfuðborg­ar­svæðis­ins – okk­ar vinna skap­ar verðmæt­in og knýr áfram hag­vöxt­inn. Það er því óþolandi að sjá bæði al­menna og op­in­bera viðsemj­end­ur fé­lags­ins ganga á bak gerðum samn­ing­um við okk­ur.“

Í til­kynn­ingu Efl­ing­ar um árs­skýrsl­una kem­ur jafn­framt fram að kostnaður hafi fylgt verk­efn­um Efl­ing­ar á síðasta ári. Alls hafi þó rekstr­arniðurstaðan verið já­kvæð um tæpa 1,3 millj­arða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert