Sendiherrabústaðurinn falur fyrir tæpan milljarð

Sendiherrabústaðurinn á Bygdøy er hinn glæsilegasti, en kostar skildinginn í …
Sendiherrabústaðurinn á Bygdøy er hinn glæsilegasti, en kostar skildinginn í rekstri. Ingibjörg Davíðsdóttir, fyrrverandi sendiherra Íslands í Ósló, flytur ávarp í kveðjuveislu sinni sumarið 2022. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Íslenska sendi­ráðið í Ósló hef­ur nú uppi áform um að selja virðuleg­an sendi­herra­bú­staðinn á Bygdøy sem fylgt hef­ur sendi­herra­embætti Íslands í Nor­egi um ára­bil, allt frá ár­inu 1952.

Upp­sett verð fyr­ir fast­eign­ina er 75 millj­ón­ir norskra króna, jafn­v­irði tæps millj­arðs ís­lenskra króna, 952 millj­óna.

Frá þessu grein­ir norska viðskipta­vef­ritið E24 og fylg­ir sög­unni að sala bú­staðar­ins sé í sparnaðarskyni og verði arftak­inn ódýr­ari fast­eign í miðbæ Ósló­ar. Þetta er raun­ar ekki í fyrsta sinn sem hugað hef­ur verið að því að selja bú­staðinn, það var síðast reynt í banka­hrun­inu árið 2008, en kaup­andi fannst ekki.

Íbúð í miðbæn­um þegar keypt

„Íslenska ut­an­rík­is­ráðuneytið hyggst minnka við sig úr stór­um, dýr­um og viðhalds­frek­um ein­býl­is­hús­um niður í minni íbúðir sem ódýr­ari eru í rekstri og viðhaldi,“ seg­ir í skrif­legu svari sendi­ráðs Íslands í Ósló til E24 og er því aukið við frá­sögn­ina að sendi­ráðið hafi raun­ar þegar fest kaup á íbúð miðsvæðis í norsku höfuðborg­inni. Séu ör­ygg­is­staðlar henn­ar burðugri en húss­ins á Bygdøy, en aðstaða öll til viðburðahalds jafn góð og gamla glæsi­hýs­is­ins og get­ur sá sem hér skrifað vottað að aðstöðunni þar er hvergi ábóta­vant.

Sendi­herra­bú­staðnum á Bygdøy er bund­inn myllu­steinn um háls við skrán­ingu til sölu. List­inn yfir viðhald sem komið er að lokafresti er þó nokk­ur, 34 liðir, og má sem dæmi nefna að taka þarf öll þrjú baðher­bergi húss­ins í gegn auk þess sem raflagn­ir húss­ins telj­ast á mörk­um þess að vera í sam­ræmi við lög og regl­ur.

Það er Michael R. Øistad, fast­eigna­sali hjá Dyve og Partn­ere, sem hafa mun veg og vanda af sölu gamla sendi­herra­bú­staðar­ins og kýs hann að tjá sig ekki um verk­efnið við fjöl­miðla.

E24
Fin­ansa­visen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert