Skjálfti upp á 3,7 í Ljósufjallakerfi

Skjálftarnir í Borgarfirði frá árinu 2021 hafa að mestu verið …
Skjálftarnir í Borgarfirði frá árinu 2021 hafa að mestu verið bundnir við afmarkað svæði við Grjótárvatn og Hítarvatn. mbl.is/Árni Sæberg

Skjálfti upp á 3,7 mæld­ist við Grjótár­vatn á Mýr­um um klukk­an átta í morg­un. Upp­tök skjálft­ans eru í Ljósu­fjalla­kerf­inu, eld­stöðva­kerfi sem teyg­ir sig frá Kolgrafaf­irði í vestri að Norðurá í Borg­ar­f­irði og dreg­ur nafn sitt af fjall­g­arðinum á Snæ­fellsnesi.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá nátt­úru­vár­vakt Veður­stof­unn­ar að um sé að ræða stærsta skjálfta sem mælst hef­ur á þessu svæði síðan virkni hófst árið 2021.

„Skjálft­ar á þessu svæði eru nokkuð djúp­ir, yf­ir­leitt á um 15-20 km dýpi. Eng­in önn­ur skjálfta­virkni hef­ur fylgt í kjöl­far þessa skjálfta. Veður­stof­unni hafa borist til­kynn­ing­ar um að skjálft­inn hafi fund­ist í byggð, meðal ann­ars inni í Skorra­dal og í Borg­ar­f­irði.“

Tveir yfir fjór­um við Bárðarbungu

Þá seg­ir einnig að skjálft­ar hafi mælst rétt fyr­ir kl. 2 í nótt við Bárðarbungu. Mæld­ust tveir skjálft­anna 4,1 og 4,3 að stærð.

„Fá­ein­ir minni eft­ir­skjálft­ar hafa mælst. Eng­ar til­kynn­ing­ar bár­ust Veður­stof­unni um að skjálft­arn­ir hafi fund­ist í byggð. Skjálft­ar af þess­ari stærð eru vel þekkt­ir í Bárðarbungu, en síðast urðu skjálft­ar af svipaðri stærð í mars síðastliðnum.“

Skjálfta­virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu hef­ur auk­ist frá ár­inu 2021 og á síðasta ári ákváðu sér­fræðing­ar Veður­stofu Íslands að auka vökt­un á svæðinu. Síðasta haust var mæli komið fyr­ir í Hít­ar­dal, nærri upp­tök­um skjálft­anna.

Virkn­in er að mestu á svæði í kring­um þrjú vötn, Grjótár­vatn, Há­leiks­vatn og Langa­vatn.

Upptök skjálftanna í morgun voru við Grjótárvatn.
Upp­tök skjálft­anna í morg­un voru við Grjótár­vatn. Kort/​Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert