Spáir hæglætisveðri um páskahátíðina

Páskaveður Fátt er landanum mikilvægara en veður um páskana. Á …
Páskaveður Fátt er landanum mikilvægara en veður um páskana. Á Húsavík hefur snjó verið mokað í skafla. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

„Við liggj­um í ein­hverri norðanátt næstu daga sem ætti enn þá að vera við lýði á skír­dag, þá ætti að vera svöl norðanátt og élja­gang­ur fyr­ir norðan, en þurrt hérna syðra,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, þegar Morg­un­blaðið leit­ar svara um páska­veðrið hjá hon­um, eitt mik­il­væg­asta veður lands­ins við hlið sum­ar- og jóla­veðurs.

Í fram­hald­inu, frá föstu­deg­in­um langa og fram að lok­um píslar­göngu­hátíðar­inn­ar, kveðst Birg­ir hins veg­ar reikna með hæg­lætis­veðri á land­inu, hæg­um vindi og víða létt­skýjuðu þótt hann telji lág­ský geta slæðst inn hér og þar. „Eig­um við ekki bara að segja hæg­ur vind­ur og víða þurrt en tals­verð dæg­ur­sveifla, hiti ætti að geta kom­ist í tvö til átta stig yfir dag­inn en al­veg niður fyr­ir frost­mark á nótt­unni,“ seg­ir veður­fræðing­ur­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert