Starfsmann ráðuneytis brast hæfi

Frá Austfjörðum.
Frá Austfjörðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umboðsmaður Alþing­is seg­ir starfs­mann innviðaráðuneyt­is­ins hafa brugðist hæfi til að taka þátt í vinnu við staðfest­ingu á strandsvæðis­skipu­lagi Aust­fjarða.

Var aðkoma hans ekki í sam­ræmi við óskráða meg­in­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar um sér­stakt hæfi, vegna fyrri starfa viðkom­andi hjá Skipu­lags­stofn­un. Þar tók starfsmaður­inn þátt í und­ir­bún­ingi að til­lögu svæðisráðs að skipu­lag­inu.

Þetta kem­ur fram í áliti umboðsmanns.

Kanna hvort fyrri störf höfðu áhrif

Er það mat umboðsmanns að slík aðkoma geti leitt til þess að starfs­mann­inn bresti hæfi til að taka þátt í meðferð sama máls hjá öðru stjórn­valdi sem sé ætlað að hafa eft­ir­lit með því að ákv­arðanir séu í sam­ræmi við lög.

Bein­ir umboðsmaður því til fé­lags- og hús­næðismálaráðuneyt­is­ins, sem hef­ur tekið við mála­flokkn­um, að kanna hvort og þá hvaða áhrif þessi niðurstaða hafi á ákvörðun innviðaráðherra um að staðfesta strandsvæðis­skipu­lag Aust­fjarða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert