Stór en segir enga sögu

Ljósufjallakerfið fer um Hítardal.
Ljósufjallakerfið fer um Hítardal. mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson

Jarðskjálfti sem mæld­ist við Grjótár­vatn í Ljósu­fjalla­kerfi var ein­angraður og eng­ir eft­ir­skjálft­ar hafa mælst í kjöl­farið. Skjálfta­virkni hófst þar árið 2021 og hef­ur hún að mestu verið bund­in við Grjótár­vatn, Há­leiks­vatn og Langa­vatn

Skjálft­arn­ir hafa verið á 15-20 km dýpi og eng­in und­an­tekn­ing var á því í morg­un. Skjálft­inn mæld­ist upp á 3,7 stig og er sá stærsti frá því skjálfta­virkni hófst á svæðinu að nýju.

„Þetta var bara einn ein­angraður skjálfti,“ seg­ir Stein­unn Helga­dótt­ir nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands.

Sjá enga af­lög­un 

Ljósu­fjalla­kerfið er eitt af eld­stöðva­kerf­um á Íslandi. Það ligg­ur frá Snæ­fellsnesi og að Grá­brók og dreg­ur nafn sitt af Ljósu­fjöll­um.

„Þessi skjálfti seg­ir okk­ur ekk­ert annað en það að hann sé sá stærsti frá ár­inu 2021. Kvika er á miklu dýpi og við sjá­um enga af­lög­un, enda er þetta bara einn skjálfti en ekki um neina hrinu að ræða,“ seg­ir Stein­unn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert