„Þurfum bara að vanda okkur betur“

„Við vorum í raun og veru mjög spennt fyrir þessu …
„Við vorum í raun og veru mjög spennt fyrir þessu húsnæði, fólki líst það vel á þetta að við teljum þetta vera mjög jákvæðar breytingar,“ segir Rannveig um gagnrýni ákvörðunarinnar. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/Reykjavíkurborg

„Það komu sér­fræðing­ar að því að meta þetta, ann­ars hefðum við aldrei tekið þessa ákvörðun nema af því að fólki sem þekk­ir til leist vel á þetta,“ seg­ir Rann­veig Ein­ars­dótt­ir, sviðsstjóri vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, í sam­tali við mbl.is, og vís­ar í þá ákvörðun borg­ar­inn­ar að flytja starf­semi Smiðju og Opus vinnu- og virkni­miðstöðva um hús­næði.

Starfs­fólk úrræðanna og aðstand­end­ur þjón­ustu­not­enda hafa lýst yfir mikl­um áhyggj­um af flutn­ing­un­um og af­leiðing­um þeirra, bæði á starf­sem­ina og vel­ferð þjón­ustu­not­enda.

„Okk­ar fær­ustu sér­fræðing­ar í þess­um mála­flokki eru bún­ir að skoða þetta og líst vel á. Við mun­um taka öll­um ábend­ing­um og aðlaga hús­næðið eft­ir þörf­um. Það er að sjálf­sögðu gott aðgengi, það er lyfta í hús­næðinu, það verða sett­ar renn­ur í loft og allt verður gert til að reyna að gera þetta sem best.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert