Verðmæti geta glatast

Forseti Vigdís sat í sextán ár.
Forseti Vigdís sat í sextán ár. Ljósmynd/Forseti Íslands

Á 95 ára af­mæli sínu, sem hún fagn­ar í dag, á Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, enga ósk heit­ari en þá, að þjóðin beri gæfu til þess að standa vörð um nátt­úru lands­ins og ís­lenska tungu um ókom­in ár.

„Rétt eins og and­rúms­loftið sem við önd­um að okk­ur hætt­ir okk­ur til að líta á óspillta nátt­úru lands­ins og ís­lenska menn­ingu sem sjálf­sagðan hlut. En svo er um hvor­ugt. Þessi verðmæti geta glat­ast með and­vara­leysi á skömm­um tíma,“ seg­ir Vig­dís í stuttu ávarpi í blaðauka sem fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag í til­efni af stóraf­mæli henn­ar.

Vig­dís fær kveðjur víða að, m.a. frá nú­ver­andi for­seta og for­sæt­is­ráðherra Íslands og fyrr­ver­andi for­set­um, auk þess sem rætt er við ýmsa sam­ferðamenn um arf­leifð henn­ar og kynni þeirra af henni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert