VÍS snýr aftur á Akranes

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, og Ingibjörg Ólafsdóttir, þjónustustjóri VÍS …
Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, og Ingibjörg Ólafsdóttir, þjónustustjóri VÍS á Vesturlandi. Samsett mynd Ljósmynd/VÍS

Trygg­inga­fé­lagið VÍS mun opna þjón­ustu­skrif­stofu á Akra­nesi í sum­ar. Skrif­stof­an verður í sama hús­næði og Íslands­banki, á Dal­braut 1, en stutt er síðan til­kynnt var um sam­starf milli VÍS og Íslands­banka.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá VÍS.

Seg­ir þar enn frem­ur að opn­un­in sé liður í stefnu fé­lags­ins um að efla enn frek­ar þjón­ustu sína á lands­byggðinni en á síðasta ári bætt­ist við ný skrif­stofa í Reykja­nes­bæ.

Full til­hlökk­un­ar að mæta aft­ur á Skag­ann

„Þrátt fyr­ir að hægt sé að gera mjög margt á net­inu tengt trygg­ing­um þá vill fólk hafa val­mögu­leik­ann á að tala við aðra mann­eskju, sér­stak­lega í flókn­ari mál­um. Þá vilja viðskipta­vin­ir okk­ar geta talað við ein­hvern sem get­ur leiðbeint þeim og tekið raun­veru­legt til­lit til aðstæðna þeirra.

Í slík­um aðstæðum skipt­ir sköp­um að geta boðið upp á framúrsk­ar­andi þjón­ustu í heima­byggð. Við erum full til­hlökk­un­ar að mæta aft­ur á Skag­ann,” er haft eft­ir Guðnýju Helgu Her­berts­dótt­ur, for­stjóra VÍS.

Skrif­stof­an mun opna á sum­ar­mánuðum

Þá mun Ingi­björg Ólafs­dótt­ir veita skrif­stof­unni for­ystu en hún tók ný­lega við starfi sem þjón­ust­u­stjóri VÍS á Vest­ur­landi, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Inga býr yfir mik­illi reynslu en hún hef­ur starfað hjá VÍS í þrjá ára­tugi og mun hún ásamt sam­starfs­fólki sínu sjá til þess að viðskipta­vin­ir á Vest­ur­landi hljóti framúrsk­ar­andi þjón­ustu.

Starfsmaður VÍS mun sitja í úti­búi Íslands­banka frá byrj­un maí en skrif­stofa VÍS mun svo opna á sum­ar­mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert