25-35 ný störf skapast með nýjum verslunarkjarna

Nýr verslunarkjarni opnar á Selfossi í maí.
Nýr verslunarkjarni opnar á Selfossi í maí. mbl.is/Sigurður Bogi

Í maí verður opnaður nýr versl­un­ar­kjarni á Sel­fossi þar sem fimm versl­an­ir munu hefja starf­semi sína sam­tím­is. 

Að upp­bygg­ing­unni stend­ur fé­lagið Vigri ehf. sem er í eigu Hann­es­ar Þórs Ottesen sem hef­ur staðið að upp­bygg­ingu íbúðar- og iðnaðar­hús­næðis á svæðinu í ára­tugi, að seg­ir í til­kynn­ingu.

Meðal versl­ana sem opna eru hin alþjóðlega tísku­versl­un Gina Tricot, bóka­búðin Penn­inn-Ey­munds­son, íþrótta­vöru­versl­un­in H-versl­un og Emil og Lína, versl­un með ís­lensk­an fatnað og vör­ur fyr­ir börn.

Verslunarhúsnæðið er um 1.600 fermetrar.
Versl­un­ar­hús­næðið er um 1.600 fer­metr­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Styrk­ir at­vinnu­lífið og sam­fé­lagið í heild

Versl­un­ar­hús­næðið sem nú er risið er gegnt ÁTVR, Bón­us og Lindex og tel­ur rúm­lega 1.600 fer­metra og inni­held­ur fimm versl­un­ar­bil af ólíkri stærð. Gert er ráð fyr­ir að all­ar versl­an­ir sem upp eru tald­ar opni dyr sín­ar sam­tím­is í maí næst­kom­andi.

Hann­es Þór seg­ist ein­stak­lega ánægður með að geta tekið þátt í þeirri öfl­ugu þróun sem nú sé að eiga sér stað á Sel­fossi

„Með fyr­ir­hugaðri nýrri brú yfir Ölfusá á næstu árum og auk­inni um­ferð um Lar­senstræti verður staðsetn­ing versl­un­ar­kjarn­ans enn betri og mun efla þjón­ustu á svæðinu. Við reikn­um með að hið nýja hús­næði muni skapa um 25-35 ný störf í versl­un og þjón­ustu, sem styrk­ir enn frek­ar at­vinnu­lífið og sam­fé­lagið í heild sinni.“

Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert