Bíl stolið í Mosfellsbæ

Bíllinn er af tegundinni Toyota Proace.
Bíllinn er af tegundinni Toyota Proace.

Hvít­um Toyota Proace 2024 var stolið í Mos­fells­bæ. Lög­reglu­stöðin á Vín­lands­leið sem fer með lög­reglu­mál sem upp koma í Mos­fells­bæ fékk til­kynn­ingu þess efn­is. Gef­ur hún upp bíl­núm­er bíls­ins sem er IXM95. 

Þetta er meðal mála sem upp komu hjá lög­reglu í gær­kvöldi og í nótt. Alls eru 71 mál í mála­skrá lög­reglu. 

Einn var hand­tek­inn í miðbæn­um eft­ir brot á lög­reglu­samþykkt en ekki er sagt í hverju brotið felst. Hann var færður á lög­reglu­stöðina á Hverf­is­götu en lát­inn laus eft­ir viðræður. 

Þá voru nokkr­ir öku­menn stöðvaðir vegna akst­urs und­ir áhrif­um fíkni­efna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert