Hvítum Toyota Proace 2024 var stolið í Mosfellsbæ. Lögreglustöðin á Vínlandsleið sem fer með lögreglumál sem upp koma í Mosfellsbæ fékk tilkynningu þess efnis. Gefur hún upp bílnúmer bílsins sem er IXM95.
Þetta er meðal mála sem upp komu hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Alls eru 71 mál í málaskrá lögreglu.
Einn var handtekinn í miðbænum eftir brot á lögreglusamþykkt en ekki er sagt í hverju brotið felst. Hann var færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu en látinn laus eftir viðræður.
Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.