Bjarkey Olsen til liðs við Fjallabyggð

Fyrrum matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Fyrrum matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi mat­vælaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, hef­ur verið ráðin sviðsstjóri vel­ferðarsviðs Fjalla­byggðar.

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs Fjalla­byggðar frá því í gær. Alls voru fimm manns sem sóttu um starfið. 

Bjarkey er grunn­skóla­kenn­ari að mennt og hef­ur starfað sem kenn­ari í bæði grunn- og fram­halds­skól­um.

Hún var þingmaður Vinstri grænna í Norðaust­ur­kjör­dæmi frá ár­inu 2013 og til 2023. Var hún meðal ann­ars formaður þing­flokks­ins á ár­un­um 2017 til 2021.

Bjarkey varð mat­vælaráðherra í apríl 2024, við mynd­um rík­is­stjórn­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar. Bjarkey gegndi embætt­inu þó ekki lengi þar sem stjórn­in sprakk í októ­ber þess sama árs.

Skömmu síðar til­kynnti hún að hún hyggðist hætta þing­mennsku og myndi því ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert