Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, hefur verið ráðin sviðsstjóri velferðarsviðs Fjallabyggðar.
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Fjallabyggðar frá því í gær. Alls voru fimm manns sem sóttu um starfið.
Bjarkey er grunnskólakennari að mennt og hefur starfað sem kennari í bæði grunn- og framhaldsskólum.
Hún var þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi frá árinu 2013 og til 2023. Var hún meðal annars formaður þingflokksins á árunum 2017 til 2021.
Bjarkey varð matvælaráðherra í apríl 2024, við myndum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. Bjarkey gegndi embættinu þó ekki lengi þar sem stjórnin sprakk í október þess sama árs.
Skömmu síðar tilkynnti hún að hún hyggðist hætta þingmennsku og myndi því ekki sækjast eftir endurkjöri.