Eldri borgarar þurfa að sanna ökuhæfni sína

Aldraðir Læknar meta hæfni eldri borgara og biðin oft löng.
Aldraðir Læknar meta hæfni eldri borgara og biðin oft löng. Morgunblaðið/Eggert

„Ég fagna því að þing­menn hafi sýnt frum­kvæði í því að taka málið upp á Alþingi,“ seg­ir Pét­ur J. Ei­ríks­son um frum­varp Miðflokks­ins til breyt­inga á end­ur­nýj­un öku­skír­teina eldri borg­ara.

Pét­ur skrifaði grein í Morg­un­blaðið í byrj­un fe­brú­ar sl. þar sem hann fór yfir hversu langt er gengið á Íslandi í kröf­um á hend­ur eldri borg­ur­um, langt um­fram kröf­ur sem gerðar eru í ná­granna­lönd­un­um.

Í grein Pét­urs kem­ur fram að sam­kvæmt mann­fjölda­spá Hag­stof­unn­ar megi reikna með að á þessu ári þurfi að end­ur­nýja 14.492 öku­skír­teini fólks á aldr­in­um 70 til 90 ára.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert