Eldur kom upp í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra um klukkan tíu í gærkvöldi. Lögregla og tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn en betur fór en á horfðist og greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi kom eldurinn upp þegar unnið var í vinnuskúr. Starfsmaður réð ekki við að slökkva eldinn og því var hringt eftir hjálp en fljótlega náðist að slökkva eldinn.