Eldur kom upp í Þykkvabæ

Betur fór en á horfðist og greiðlega gekk að slökkva …
Betur fór en á horfðist og greiðlega gekk að slökkva eldinn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eld­ur kom upp í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra um klukk­an tíu í gær­kvöldi. Lög­regla og til­tækt slökkvilið var kallað á staðinn en bet­ur fór en á horfðist og greiðlega gekk að slökkva eld­inn. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­landi kom eld­ur­inn upp þegar unnið var í vinnu­skúr. Starfsmaður réð ekki við að slökkva eld­inn og því var hringt eft­ir hjálp en fljót­lega náðist að slökkva eld­inn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert