Erfiðara að uppfylla lögboðið hlutverk

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur breytt verklagi sem gerir fjármálaráði erfiðara …
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur breytt verklagi sem gerir fjármálaráði erfiðara um vik að leggja mat á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Eyþór Árnason

Fjár­málaráð gagn­rýn­ir nýtt verklag sem rík­is­stjórn­in hef­ur boðað hvað varðar út­færslu á skipt­ingu á út­gjöld­um til út­gjalda­sviða, sem geri ráðinu erfitt um vik að upp­fylla lög­bundið hlut­verk sitt.

Nýja verklagið fel­ur í sér að í fjár­mála­áætl­un komi fram skipt­ing út­gjalda til mál­efna­sviða en ráðherr­um mál­efna­sviðanna er í kjöl­farið falið að ákveða hvernig fjár­mun­um er skipt inn­an mála­sviðanna. Sú skipt­ing kem­ur því fyrst fram í fjár­lög­um að hausti en kom áður fram í fjár­mála­áætl­un.

Fjár­málaráð rýn­ir fjár­mála­stefnu og fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en ekki fjár­lög.

Stjórn­ar­andstaðan hef­ur gagn­rýnt verklagið harðlega. All­ir þing­menn henn­ar gengu út úr þingsal við umræðu á fjár­mála­áætl­un til að mót­mæla skorti á gögn­um. 

Fjár­málaráð seg­ir í nýbirtri álits­gerð sinni vegna fjár­mála­áætl­un­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hið nýja verklag feli það í sér að fram­kvæmd fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar sé und­an­skil­in rýni ráðsins þar sem hún komi að auknu leyti fram í fjár­lög­um. Fyr­ir vikið eigi ráðið erfiðara með að upp­fylla lög­boðið hlut­verk sitt.

„Lög um op­in­ber fjár­mál kveða á um að fjár­málaráð skuli veita um­sagn­ir um fjár­mála­stefnu og fjár­mála­áætl­un en fjár­lög eru und­an­skil­in rýni ráðsins. Þetta nýja verklag ger­ir það því að verk­um að fjár­málaráð á erfiðara með en áður að upp­fylla lög­bundið hlut­verk sitt að greina og leggja mat sitt á hvernig mark­miðum fjár­mála­áætl­un­ar skuli náð út frá þeim grunn­gild­um sem lög­in kveða um að stefnu­mörk­un í op­in­ber­um fjár­mál­um skuli byggð á,“ seg­ir í áliti ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert