Farþegar seint á ferð og raðir óvenju langar

Löng röð myndaðist. Mynd er úr safni.
Löng röð myndaðist. Mynd er úr safni. mbl.is/Anna Sigríður

Óvenju lang­ar raðir og um 40 mín­útna bið mynduðust við ör­ygg­is­leit á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un.

Flosi Ei­ríks­son, staðgeng­ill Guðjóns Helga­son­ar, fjöl­miðlafull­trúa Isa­via, seg­ir að fólk hafi verið mun seinna á ferð en bú­ast mætti við fyr­ir flug og að það hafi skýrt ör­tröðina.

Raðir stytt­ust þó veru­lega eft­ir morguntraffík­ina.

Að sögn manns sem var í flug­stöðinni í morg­un náði röðin á tíma­bili langt niður stiga sem leiðir að ör­ygg­is­leit­inni. 

„Farþegar í morg­un voru held­ur seinna á ferðinni en við höfðum gert ráð fyr­ir,“ seg­ir Flosi. 

„Það var mik­il röð á tíma­bili í morg­un. Það var eng­in röð snemma í morg­un og það er eng­in röð núna en á um eins og hálfs tíma tíma­bili fór biðtím­inn al­veg upp í 40 mín­út­ur,“ seg­ir Flosi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert