Fjölsótt samverustund á Sauðárkróki

Samverustundin í fjölbrautaskólanum var vel sótt, en þrír hinna slösuðu …
Samverustundin í fjölbrautaskólanum var vel sótt, en þrír hinna slösuðu eru nemendur skólans. Ljósmynd/Siggi Photography

Sam­veru­stund var hald­in í Fjöl­brauta­skóla Norður­lands vestra á Sauðár­króki í gær vegna um­ferðarslyss­ins al­var­lega sem varð í ná­grenni Hofsóss á föstu­dag­inn, en þar slösuðust fjór­ir ung­ir pilt­ar á aldr­in­um 17 til 18 ára al­var­lega og liggja tveir þeirra enn á gjör­gæslu­deild.

Þrír pilt­anna eru nem­end­ur við skól­ann, þar sem fólki gafst í gær kost­ur á að koma og þiggja upp­lýs­ing­ar um hvar leita megi hjálp­ar, telji það sig henn­ar þurfi, svo sem áfalla­hjálp­ar.

Var þetta meg­in­til­gang­ur stund­ar­inn­ar, sem um hundrað manns sóttu, og fengu þeir að tjá sig sem það vildu, þótt ekki hafi verið við alla viðstadda held­ur í tveggja manna sam­töl­um. Er það mál skóla­stjórn­enda að þeir sem mættu hafi verið ánægðir með að fá tæki­færi til þess.

Full­trú­ar fé­lagsþjón­ust­anna í Skagaf­irði og Aust­ur-Húna­vatns­sýslu sóttu stund­ina auk lög­reglu, presti og full­trúa frá Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands og gerðu gest­irn­ir sitt, hverj­ir af sín­um vett­vangi, til að leiðbeina þeim sem um sárt eiga að binda eft­ir þenn­an al­var­lega at­b­urð rétt utan Hofsóss á föstu­dag­inn.

Hrafnhildur Guðjónsdóttir félagsráðgjafi á samverustundinni í gær.
Hrafn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir fé­lags­ráðgjafi á sam­veru­stund­inni í gær. Ljós­mynd/​Siggi Photograp­hy
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert