Fjórtán mánaða börn fá leikskólapláss í Kópavogi

Úthlutunin náði til 540 barna.
Úthlutunin náði til 540 barna. Ljósmynd/Colourbox

Fyrri út­hlut­un í leik­skóla Kópa­vogs fyr­ir haustið er lokið og var öll­um börn­um sem fædd eru í júní 2024 og eldri boðið leik­skóla­pláss. Yngstu börn verða því fjór­tán mánaða þegar aðlög­un hefst í leik­skól­um Kópa­vogs að loknu sum­ar­fríi.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Kópa­vogs­bæ.

Seg­ir þar enn frem­ur að út­hlut­un­in hafi náð til 540 barna sem var sótt um fyr­ir, fyr­ir 10. mars, en það eru um 90% barna sem hefja leik­skóla­göngu í haust.

Opnað aft­ur fyr­ir um­sókn­ir eft­ir páska

„Frá því við inn­leidd­um Kópa­vogs­mód­elið hef­ur starfs­um­hverfi leik­skóla í Kópa­vogi breyst til batnaðar. Mönn­un leik­skóla geng­ur vel og frá­bært að sjá að ríf­lega helm­ing­ur starfs­manna er með há­skóla­mennt­un, sem er hátt hlut­fall á landsvísu. Þá hef­ur fag­lega starfið og þjón­ust­an batnað til muna. Það rík­ir mik­il til­hlökk­un að taka á móti börn­un­um sem hefja skóla­göngu í leik­skól­um Kópa­vogs í haust,” er haft eft­ir Ásdísi Kristjáns­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Kópa­vogi.

Þá verður opnað fyr­ir um­sókn­ir sem bár­ust eft­ir 10. mars eft­ir páska og verður út­hlutað jafnt og þétt fram á sum­ar.

„Leik­skóla­rým­um hef­ur fjölgað síðan í fyrra vegna þess að nýr leik­skóli, Barna­skóli Kárs­ness, tek­ur til starfa í ág­úst. Þar hef­ur þegar verið út­hlutað í 40 rými. Þá eru fram­kvæmd­ir hafn­ar við nýj­an 60 barna leik­skóla við Skólatröð sem tek­inn verður í notk­un árið 2026. Þá verður reist­ur nýr leik­skóli í Nausta­vör sem mun rúma um 100 börn og er stefnt á að opna hann árið 2027,“ seg­ir í til­kynn­ingu Kópa­vogs­bæj­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert