Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður

Íslendingar eru á móti því að hér verði stofnaður her.
Íslendingar eru á móti því að hér verði stofnaður her. AFP

Rík­ur meiri­hluti lands­manna er mót­fall­inn því að stofnaður verði ís­lensk­ur her. Þetta kem­ur fram í Þjóðar­púlsi Gallups sem gerði könn­un á mál­inu dag­ana 21. mars til 21. apríl.

Alls eru 72% á móti því að ís­lensk­ur her verði stofnaður en tæp­lega 14% eru því hlynnt­ir.

Fram kem­ur að einn af hverj­um fimm körl­um er hlynnt­ur stofn­un hers en ein­ung­is 8% kvenna.

Ein­hver mun­ur er á viðhorfi fólks eft­ir mennt­un og tekj­um og eru þeir sem eru tekju­lægst­ir and­víg­ast­ir hug­mynd­inni. Mun­ur­inn er þó meiri eft­ir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþing­is í dag. 

Kjós­end­ur Miðflokks­ins eru hlynnt­ari því að ís­lensk­ur her verði stofnaður en þeir sem kysu aðra flokka. Kjós­end­ur Sósí­al­ista­flokk Íslands eru hins veg­ar and­víg­ari því en aðrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert